Björgvin EA endaði aflahæstur!,2016

Ómar Ragnarsson fréttamaður og bróðir hans Jón Ragnarsson kepptu saman af og til í Rallý á sínum tíma og Jón Ragnarsson hélt nú reyndar áfram að keppa í mörg ár eftir að Ómar hætti að keppa. Fræg eru orð Jóns þegar hann sagði. “ þetta er ekki búið fyrr enn það er búið”,


Góð orð. Ég var nefnilega búinn að skrifa lista númer 6 hjá botnvörpulistanum sem lokalistann,


Stálu toppsætinu

enn þetta var ekki búið því að það komu aflatölur seint og síðar meir um togarann Björgvin EA sem á listanum endaði í þriðja sætinu. Og þessi löndun var enginn fullfermis löndun, 126 tonn enn nóg til þess að Björgvin EA tók frammúr Málmey SK og Snæfelli EA og fór þar með á toppin.  og má segja að Björgvins menn hafi stolið toppsætinu

heildaraflinn há Björgvin EA var um 796 tonn í 6 róðrum og stærsti túrinn 165 tonn eftir 5 daga á veiðum eða um 33 tonn á dag. 164 tonna túrinn er svo til fullfermi hjá þeim og er lestin í Björgvin EA um 450 kara stór miðað við 325 kg í kari.


Aflafrettir slógu á þráðinn til Ásgeir Pálssonar skipstjóra á Björgvin EA enn togarinn lá þá í Dalvíkurhöfn eftir löndun uppá 63 tonna afla eftir þriggja daga túr, enn hann rær þannig á Björgvin EA að hann er fjóra túra á sjó og 2 í fríi og þegar hann er í fríi að þá er Markús Jóhannesson með skipið.

Ásgeir hefur verið með Björgvin EA í um 3 og hálft ár enn hann er upprunalega frá Ísafirði og var t.d þar á Guðbjörginni ÍS sem síðan var seld til Akureyrar. Þess má geta að afi Ásgeir er Geiri Bjartar sem margir kannst við á Ísafirði. Þar á undan hafði Ásgeir verið t.d á Margréti EA sem stýrimaður, Snæfelli EA afleysingarskipstjóri og Norma Mary sem er fyrrum Akureyrin EA enn þar var hann skipstjóri.


Björgvin EA var að mestum á veiðum djúpt norður af Kolbeinsey og þar meðal annas í norðurkanti ostahryggs á um 240 til 260 faðma dýpi. Vanalega þá var Björgvin EA á sjó í 4 til 5 daga og var þá það haft þannig að síðust dagarnir 2 til 3 voru einungis í þorski enn túrinn byrjaði þá á skrapi, t.d ýsu.

Hann sagði að hölin hafi verið mislöng. Allt frá 10 mín og upp í 4 tima. Á trollinu eru 3 aflanemar og klikkar fyrsti inn við 1 tonn. Nemi 2 við 4 tonn og 3 neminn við 6 til 7 tonn. Reynt er að hafa hölin ekki stærri enn 7 tonn.


Heitari sjór

Ásgeir talaði um að hitastig sjávar væri mun hlýrra núna enn áður og nefndi hann sem dæmi að á sléttugrunni hafi mælst oft meðalhiti við botn um 0 til 0.3 gráður , enn núna í október í einum túrnum þegar hann fór þangað hafi hitinn verið 4,5 gráður.

Ekki voru miklar brælur í oktberó enda mikið um suðlægar áttir ríkjandi og er þá iðulega gott í sjóinn þarna fyrri norðan. Í einum túrnum þá fóru þeir austur á digranesflak enda var þá ríkjandi norðanátt og getur þá verið mjög vont í sjóinn og kalt.

Þó svo að aflinn í október hafi verið ansi góðu þá byrjar nóvember mjög rólega þrátt fyrir að t.d línubátarniri séu að fiska nokkuð vel.


Allur aflinn af Björvin EA fór til vinnslu í fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík enn þar er gríðarlega stórt hús sem auk Björgvins EA vinnur afla af Björgúlfi EA , Snæfelli og línubátnum önnu EA. Sömuleiðis er Kaldbakur að landa í hús á akureyri.


Allavega . Veit að strákarnir á Björgvin EA eru ánægðir með þennan árangur sinn og mega þeir vera það. Aflahæstir í október.


Til hamingju strákar


Björgvin EA mynd Steindór Guðjónsson