Björgvin EA rauf 1000 tonna múrinn í maí.,2018

Þessi mái mánuður sem er búinn var einn af þeim betri varðandi aflann hjá togurunum.  


mokveiði var hjá þeim öllum og og voru13 togarar sem yfir 600 tonnin náðu,

t.d Gullver NS sem var  með 611 tonní 5

Stefnir ÍS 672 tonní 8

Ljósafell SU 747 tonní 7

Hjalteyrin EA átti rosalega mánuð því að aflinn hjá þessum 40 ára gamla togara fór í 934 tonn í maí.

Af þessum 13 togurum sem yfir 600 tonnin fór þá voru 8 sem yfir 900 tonnin fóru og hefur aldrei gerast áður á þessari öld að jafn margir ísfiskstogarar fari yfir 900 tonnin eins og var núna í maí,

Allt voru þetta nýir togarar nema að Hjalteyrin EA sem áður er getið um.

Björgvin EA
Þó var einn togari sem skar sig úr,  og var það Björgvin EA 

því að Áhöfnin á Björgvini EA gerði sér lítið fyrir og rauf 1000 tonna múrinn, aflinn 1029 tonní 7 túrum.

Togarinn var að veiðum fyrir sunnan land til að byrja með og landaði þá í Hafnarfirði

2 daga á veiðum
kom þar t.d með 123 tonn eftir aðeins 2 daga á veiðum eða 61,5 tonn á dag.

á Dalvík kom togarinn með t.d 143 tonn eftir aðeins 3 daga á veiðum og gerir það 48 tonn á dag

Síðasti túrinn hjá þeim var landað 31.maí og var það fullfermi 167 tonn eftir 5 daga á veiðum um 35 tonn á dag.





Björgvin EA mynd Hálfdán Óskarsson