Björgvin EA rauf 1000 tonna múrinn!!,,2017

Þá er lokalistinn fyrir September kominn hjá bæði trollbátunum og togurunum og óhætt er að segja að  þvílík mokveiði var í gangi.  sérstaklega hjá togurunum,'


Mæli með að lesendur skoði listann hérna

allt vitlaust var að gera á Eyjafjarðarsvæðinu enn alls lönduðu togarnir þaðan 3356 tonnum.  Það eru togararnir Kaldbakur EA.  Snæfell EA.  Hjalteyrin EA og Björgvin EA,

Ásgeir Pálsson skipstjóri á Björgvin EA gerði þó heldur betur góðan mánuð.

því þeir gerðu sér lítið fyrir og rufu eitt þúsund tonna múrinn.  og gerðu það ansi vel,

því alls landaði Björgvin EA 1074 tonnum í 7 túrum eða 153 tonn í túr,

Ásgeir sagði stuttu samtali við Aflafrettir að þeir hefðu tekið einn túr á halan sem er útfrá Vestfjörðum.  enn voru aðalega að veiðum á hrauninu norðan við Kolbeinsey og ostahrygg.

Að sögn Ásgeirs þá var mjög góð sala á fiski núna í september og því mátti beita Björgvin EA svona rosalega eins og var gert,

það má geta þess að þessi afli 1073 tonn af mesti afli sem að núverandi Björgvin EA hefur landað á einum mánuði og þetta er líka mesti afli sem að Björgvin EA hefur landað á einum mánuði, og gildir þá bæði um gamla Björgvin EA og núverandi Björgvin EA,



enn er þetta Íslandsmet ?.

stutta svarið er . NEI
enn nálægt voru þeir.  því að Ásbjörn RE landaði í apríl árið 2004 1169 tonnum líka eftir 7 túra eins og Björgvin EA eða 167 tonn í löndun,

ótrúlegur afli hjá þeim á Björgvin EA 


Björgvin EA Mynd Haraldur Hjálmarsson