Björn EA í Mokveiði í lok septembers

Þá er september mánuður liðinn og nokkrir bátar voru að róa á netum og var veiði þeirra svona þokkaleg


af þeim þá voru nokkrir netabátanna að eltast við ufsann og þeirra atkvæðamestur er að sjálfsögðu Grímsnes GK,

fyrir norðan land þá var Björn EA á ufsveiðum og náði áhöfn bátsins að róa nokkuð duglega fram í miðjan september

enn síðan voru veður frekar slæm og komust þeir ekkert á sjóinn í tæpa 10 daga

undir lok septembers þá komst áhöfn Björns EA loksins á sjóinn og fóru út með 3 trossur,

og lentu heldur betur í mokveiði.

því að báturinn kom í land með 14,3 tonn og af því þá var ufsi 12,6 tonn,

þetta gerðu alls 45 kör

og þessi mokafli hjá bátnum gerði það að verkum að báturinn endaði í 5 sætinu á listanum bátar að 21 Bt í september

en þeir voru  með 58,5 tonn í aðeins 9 róðrum eða 6,5 tonn í róðri 






myndir frá Sigurði Henningssyni