Björn EA í ufsamoki með aðeins 2 trossur.

Það vakti  nokkuð mikla athygli núna á listanum bátar að 21 BT í október að netabáturinn Björn EA var þarna flest alla listanna ansi ofarlega á listanum 

og það ofarlega að hann var að hanga í þetta 2 til 4 sætinu og þetta var jafnvel orðið spurning um hvort að hann yrði aflahæstur í október sem hefði verið ansi merkilegt,

núna í nóvember þá hefur báturinn verið í mokveiði á ufsanum 

og mestur hluti af um 100 tonn afla í október var ufsi,

Sigurður Henningarsson skipstjóri var ansi sáttur með góða veiði, en þetta er frekar óvenjulegt að svona mikill ufsi veiðist þarna í kringum Grímsey,

Verð á ufsanum á markaði hefur verið mjög gott og nefndi Sigurður að meðalverðið fyrir október hefði verið um 120 krónur á kílóið og var leiguverðið á kvótanum 

lágt og það gerði það að verkum að hægt var að gera út á ufsann.

Núna í nóvember þá hefur báturinn veitt ansi duglega og byrjaði á því að koma með 10 tonn í land í einni löndun,

í næsta róðri var báturinn með 7 tonn,

og síðan kom fullfermistúr þegar að báturinn landaði 12 tonnum af ufsa og myndirnar af neðan eru úr þeim túr,

það er kanski merkilegast við þetta er að þessi afli er aðeins í 2 trossur,  samtals 26 net,

Þennan afla fékk báturinn 6 mílur norður af Grímsey og verðið á markaðanum var ansi gott, fór upp í 169 krónur á kílóið.

Að sögn Sigurðar þá tók drátturinn í þessum 12 tonna róðri ansi langan tíma þ ví að í fyrstu trossunni voru 10 tonn af ufsa.

Það má geta þess að núna í nóvember hefur báturinn landað 42 tonnum og hefur því landað síðan í október um 143 tonnum 

og aflaverðmætið um 19 milljónir króna,

Með Sigurði er Jói bróðir hans að róa og síðan Haukur sem hefur verið lengi á Birni EA


Myndir frá Sigurði Henningssyni skipstjóra