Björn EA kominn yfir 200 tonnin
Ufsinn er ansi strembinn fiskur til að veiða og þeir bátar sem hafa ætlað sér að eltast við ufsann
hafa sumir gripið í tómt, en svo kemur til að veiðin á ufsanum er mjög góð.
núna í haust þá hefur netaveiði á ufsa verið ansi góð.
4 stórir netabátar hafa verið á þeim veiðum með suðurströndinni og fiskað nokkuð vel
Friðrik Sigurðsson ÁR. Erling KE ( hóf veiðar í nóv) og síðan Langanes GK og Grímsnes GK sem hafa fiskað mest,
Fyrir norðan þá er þar bátur sem er ekki nema um 15 tonn af stærð enn hefur átt feikilega gott haust
heitir þessi bátur Björn EA þar sem að Sigurður Henningsson er skipstjóri á.
hafa þeir róið með 2 trossur í allt haust og í henni er um 26 net.
Segja má að þeir hafi verið í mokveiði í allt haust því alls hefur báturinn núna landað um 207 tonnum í 34 rórðum
eða 6,1 tonn í róðri. þetta er feikilega góður afli á ekki fleiri trossur.
Gott dæmi um feikilega góða veiði er að núna í nóvember var aflinn 91,1 tonn í aðeins 12 rórðum eða 7,6 tonn í róðri
að' meðaltali. Enginn bátur að 21 BT var með hærri meðalafla í nóvember enn Björn EA. vel gert strákar.
Björn EA með 12 tonn
Áhöfnin á Birni EA eftir góðan róður í nóvember.
Myndir frá Sigurði Henningssyni