Björn Hólmsteinsson ÞH kominn úr stórum breytingum.
Þegar horft er á sjávarþorpin sem eru allt í kringum Ísland, þá hafa margir bæir misst mikið í gegnum tíðina sem áður voru gríðarlega stórir sjávarúvegsbæir
einn af þeim er Raufarhöfn sem er við Melrakkasléttuna. Raufarhöfn var á sínum tíma einn af risastóru síldarbæjunum
og þegar oft er tala um að Siglufjörður hafi verið stærsti síldarbær landsins fram að 1966 sem var. enn þá var á sama tíma
Raufarhöfn í 2 og 3 sætinu yfir síldarvinnslu á sömu árum,
núna árið 2023, er Raufarhöfn enn þá nokkura sérstöðu, því bærinn er svo til eini sjávarútvegsbærinn á landinu þar sem að flestir
bátanna sem róa þaðan eru gerðir út á netum yfir vertíðina
þeir eru t.d KRistinn ÞH, Gunnþór ÞH og Björn Hólmsteinsson ÞH. allt eru þetta í kringum 15 tonna bátar, og þeir þurfa ekki að fara langt út, því að mokveiði hefur verið
hjá þeim í netin í vetur og hefur verið undafarna vetur.
Björn Hólmsteinsson ÞH
Hólmsteinn Helgason ehf á Raufarhöfn gerir út Kristinn ÞH og Björn Hólmsteinsson ÞH sem báðir eru gerðir út á netum,
Björn Hólmsteinsson ÞH er búinn að vera gerður út frá Raufarhöfn síðan 2014 og ákveðið var að setja bátinn í stóra breytingar og klössun sem fram voru gerðar á Siglufirði
um haustið 2022 og tók vinna við breytingar um 2 mánuði, auk þess að bíða þufti í um mánuð eftir því að hægt væri að sigla bátnum til Raufarhafnar útaf veðri.
Stærstu sjáanlegu breytingarnar voru að settar voru svalir á bátinn og með því þá stækkaði dekkplássið umtalsvert. , auk þess var sett niðurgönguhús í vél .
ýmsar aðrar breytingar voru gerðar á bátnum og allt þetta miðaði að því að bæta vinnuaðstöðu áhafnar bátsins, en ansi þröngt var um netin í bátnum fyrir
breytingar.
í fyrsta róðri eftir breytingar þá var mokveiði, því að báturinn kom í land með 9,3 tonn sem fengust í aðeins 30 net, 3 trossur.
Eins og sést að neðan á myndum þá lítur báturinn mjög vel út eftir þessar breytingar og áhöfn bátsins er mjög ánægð með bætta vinnuaðstöðu

Björn Hólmsteinsson ÞH eftir Breytingar

Björn Hólmsteinsson ÞH fyrir breytingar. Myndi Raufarhafnarhöfn

Björn Hólmsteinsson ÞH með 9,3 tonn Mynd Hólmsteinn Björnsson