Blængur NK með mettúr

Það er greinilega mjög hátt fiskverðið núna um þessar mundir.


hérna á aflafrettir hafa verið skrifaðar fréttir um aflaverðmætis túra hjá t.d Arnari HU,  Sólborg RE.  Örfirisey RE 

og núna bættist enn einn togarinn í þennan hóp með ansi góðan afla

því að frystitogarinn Blængur NK var að koma í land með stærsta túr sinn frá upphafi,

Togarinn var á veiðum í Baretnshafinu  eins og hinir togarnir voru 

aflinn var alls 1175 tonn og af því þá var þorskur um 1005 tonn,

Aflaverðmætið 635 milljónir króna. og hásetahluturinn um 6 milljónir króna.

þetta gerir um 540 krónur á kiló, og það er svipað og hinir frystitogarnir hafa náð 

Sigurður Hörður Kristjánsson var skipstjóri á Blængi NK í þessari ferð og sagði hann í samtali við SVN , enn þaðan eru þessar upplýsingar teknar 

að þeir voru á veiðum innan Norsku lögsögunnar, byrjuðu á Fuglabankanum,  síðan á Nysleppen og Líksnaganum,

Veður var sem fyrr að há þeim og láu þeir í vari í rúman sólarhring við Bjarnarey.

Sigurður talaði um að enginn mokveiði hefði verið enn fiskverðin eru mjög há um þessar mundir og verðmætin því mikil

Blængur NK dregur eitt troll, eins og hið fræga Kleifaberg RE gerði, og talaði Sigurður um að þeir nota nýtt frá frá Hermanni Guðmundssyni frá Hampiðjunni

og sagði hann að trollið hefði reynst mjög vel í túrnum, og voru þeir engnir eftirbátar togaranna sem drógu tvo troll,

um borð í Blængi NK er hörkumannskapur, og eins og Sigurður segir " það þarf dugnaðarmenn í túra eins og þennan og þeir eru svo sannarlega til staðar á Blængi NK".


Blængur NK Mynd Þór Jónsson