Blíða SH 277 sekkur. stutt saga bátsins. ,2019

það óhapp vildi núna í vikunni að stálbáturinn Blíða SH sökk skyndilega þegar að báturinn var á leið í land til Stykkishólms núna í vikunni, enn Blíða SH var búinn að vera að veiða


beitukóng í gildrur núna í haust og búið að ganga feikilega vel hjá þeim á Blíðu  SH.  og sem dæmi þá þegar að síðasti listi kom á Aflafrettir sem sýnir stöðuna á þeim bátum sem eru að veiða

í plóg eða gildrur þá var Blíða SH kominn emð 360 tonn í 126 róðrum og var sá bátur sem er með langflesta róðranna,

 Mannbjörg varð enn báturinn sökk svo skyndilega að áhafnarmeðlimir sem voru á bátnum náðu ekki að komast í flotbúninga og fóru því beint í sjóinn. 

  Hörpuskelsbáturinn Leynir SH þar sem að Sigurður Þórarinsson er skipstjóri á voru við Bjarnareyjar þegar boð kom frá

Landhelgisgæslunni kl 11:45 um að svipast um eftir Blíðu SH.  Þegar að Leynir SH kemur þar sem Blíða SH átti að hafa verið norður útaf af Langeyjum þá var báturinn horfinn enn 

áhafnarmeðlimir sem voru þrír um borð voru þá á björgunarbátnum sem var á hvolfi og voru orðnir mjög kaldir og þrekaðir, enda var mjög kalt í veðri, hiti um frostmark.

Ekki er vitað hvað olli því að Blíða SH sökk svona skyndilega enn báturinn liggur á um 30 metra dýpi og planið er að kafa niður að bátnum til þess að rannsaka betur hvað gerðist.

en hvaða bátur var Blíða SH?

Blíða SH var smíðaður á Seyðisfirði árið 1971 og  hét fyrst Víðir Trausti SU 517.

Fyrstu veiðar


Báturinn hóf veiðar í júlí árið 1971 og landaði þá 3,7 tonn í einni löndun á Eskifirði á línu,

Í september 1971 þá var báturinn á trolli og gekk nokkuð vel, landaði þá 50,5 tonnum í 5 róðrum 

Víðir Trausti EA réri oft á tíðum mjög mikið og t.d árið 1976 þá var báturinn á netum allt árið og landaði þá að mestu á Dalvík og Árskógsströnd, og fór þá alls í 205 róðra og landaði alls 372 tonnum árið 1976

Báturinn var með því nafni og númeri þangað til árið 1974 þegar báturinn var seldur til Hauganes og hét þar Víðir Trausti EA 517

Júlíus Geirmundsson ÍS 

Var báturinn mjög lengi með  því nafni enn í ágúst 2001 þá var báturinn seldur til Hraðfrystihús Gunnvarar og allur kvótinn sem var á bátnum þá , um 280 tonn fór allur yfir á Júlíus Geirmundsson ÍS 

báturinn var semsé með nafnið Víðir Trausti EA í 28 ár sem er nú ansi langur tími ,

Báturinn var aldrei gerður út þegar báturinn fór til Gunnvarar heldur var kvótinn tekinn af bátnum og báturinn seldur kvótalaus til Vestmannaeyja 

og fékk þar nafnið Gæfa VE 11 í okt árið 2002.

Báturinn var með nafnið Gæfa VE til ársins 2010 þegar að Blíðu nafnið kom á bátinn,

fyrst var hann Blíða KE árið 2010 og síðan Blíða SH frá árinu 2011.

Meðan báturinn hét Gæfa VE þá stundaði báturinn t.d humarveiðar,  trollveiðar og netaveiðar.  

 Gekk vel á humrinum 


t.d í maí árið 2003 þá landaði Gæfa VE sem þá var á trolli alls 98,7 tonnum í 6 róðrum og mest 23,6 tonn í róðri,

Gæfa VE var mest á humarveiðum sumarið 2004 og 2005, og t.d sumarið 2004 þá landaði Gæfa VE alls 38,2 tonn af humri.

2005 þá var feikilega gott humarár hjá bátnum enn þá landaði Gæfa VE 65,3 tonn af humri.

2006 þá landaði báturinn 44,6 tonn af humri

2007 þá var báturinn með 46,4 tonn af humri,

2008 41,1 tonn af humri.  

2009 þá var báturinn ekkert gerður út,

2010 þá fór báturinn á makríl á handfærum og landaði alls 115 tonnum í 20 rórðum og mest tæp 14 tonn í róðri,

í febrúar 2011 þá hóf báturinn veiðar á gildrum frá Stykkishólmi og var það stopular veiðar sem hættu síðan í sept 2012.  

Báturinn landaði engum afla árið 2013, enn fór á makríl á handfæri 2014,

Fór síðan um haustið 2014 á gildru veiðar og hefur síðan verið á þeim veiðum þangað til að báturinn sökk núna í þessari viku,

48 ára saga bátsins lauk þar með og má segja að heilt yfir þá hafi báturinn verið  nokkuð fengsæll sína tið og heildarafli bátsins frá upphafi 

jaaa ég er ekki búinn að taka það saman.



Blíða SH mynd Grétar Þór Sæþórsson