Borgarfjörður Eystri. ,2018

Þá er maður kominn á Borgarfjörð Eystri.  hápunktur ferðarinnar.  ansi vetrarlegt var að keyra hingað.  á toppnum á Vatnsskarði Eystra þá var svartaþoka þarna uppi, og krap og komnir smá skaflar á toppnum.  


Nokkuð sérstakt er að þetta nafn Borgarfjörður Eystri er notað um þetta svæði þótt svo að bærinn heitir Bakkagerði.  Aðeins norðar þá er annar lítill útgerðarbær sem heitir Bakkafjörður.
Höfnin á Bakkagerði er um 160 metra langur steyptur bryggjukantur og var óvarinn öllum öldum og því var ekki hægt að láta báta liggja þarna við bryggju í vondum veðrum, enda var svo til enginn útgerð yfir vetrarmánuðina .

þetta breyttist ansi mikið þegar að mun betri bryggjuaðstaða var gerð um 6 kílómetum í burtu þar sem að höfnin er núna, og sá staður er einmitt ansi vinsæll fyrir ferðamenn því hvergi á landinu er hægt að komst í eins góða nálægð við Lundan og í hólminum við bryggjuna á Borgarfirði Eystri,

Eins og sést á myndum þá voru nokkrir bátar í höfn hérna og einn af þeim er nokkuð sérstakur.  og er það Högni NS.  þessi bátur er smíðaður árið 1979 og hefur haldið nafni sínu ansi lengi.

Þessi bátur fór í mörg ár suður á vertíð því að báturinn var gerður út frá Þorlákshöfn yfir vertíðarmánuðina mars og apríl.    Aflafrettir  hafa undir höndum aflatölur frá nokkrum þessara mánaða og þær eru ansi góðar.  

Svo má bæta við að stórt og mikið hús er að rísa við bryggjuna en þar er verið að smíða 3 hæða hús.  á neðstu hæðini verður aðstaða fyrir sjómenn, t.d sturtur, klósett og geymslur.  á hæð 2. verður smá kaffihús og útsýni yfir höfnin og á þakinu verður útsýnispallur sem er tengdur við bílastæði sem er þarna upi




Eydís NS fremst.  Sæfaxi NS.  Skálanes NS.  Högni NS og Axel NS.  á bryggjunni er Hafbjörg NS 1


Högni NS.  

Emil NS 

Fálkatindur NS