Botnvarpa í des.nr.1. Aðeins Einn listi!,2019
Listi númer 1.
Ég setti fram smá pælingar um listann um togaranna og trollbátanna í nóvember um hvernig þetta ætti að vera,
eftir að hafa skoðað þetta þá var niðurstaðan þessi,
aðeins einn listi mun verða í gangi á Aflafrettir.is
og er sá listi sameiginlegur fyrir bátanna sem voru á togaralistanum og líka á trollbáta listanum,
þetta orð trollbátur á ekkert skylt við bátanna
því allt eru þetta togarar bara mismundandi að lengt.
hinir eiginlegur trollbátar eru þá ekki nema 2 eftir. Pálína ÁGústdóttir EA og Sigurður Ólafsson SF.
Bátarnir sem hingað til hafa verið flokkaðir sem trollbátar hafa oft á tíðum náð að fiska alveg vel upp í einn togara á mánuði
og fullfermi hjá þeim er að skríða alveg upp í 100 tonnin og jafnvel meira.
eins og t.d hjá Skinney SF sem komst upp í 110 tonn í einni löndun í okt.
þannig að framvegis verður bara einn listi
og heitir hann einfaldlega Botnvarpa
á þessum lista
þá er það Ljósafell SU sem byrjar efstur, og af minni bátunum þá er það Vestmanney VE sem byrjar efstur,
mun ég reyna að uppfæra þennan lista mun oftar enn ég gerði m eð hina listanna
Ljósafell SU mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson
Sæti | áður | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Höfn |
1 | Ljósafell SU 70 | 118.5 | 2 | 118.5 | Fáskrúðsfjörður, Eskifjörður | |
2 | Kaldbakur EA 1 | 105.2 | 1 | 105.2 | Akureyri | |
3 | Gullver NS 12 | 96.8 | 1 | 96.8 | Seyðisfjörður | |
4 | Drangey SK 2 | 84.5 | 1 | 84.5 | Sauðárkrókur | |
5 | Bylgja VE 75 | 61.0 | 1 | 61.0 | Eskifjörður | |
6 | Vestmannaey VE 54 | 55.6 | 1 | 55.6 | Eskifjörður | |
7 | Runólfur SH 135 | 55.3 | 1 | 55.3 | Grundarfjörður | |
8 | Brynjólfur VE 3 | 54.0 | 1 | 54.0 | Vestmannaeyjar | |
9 | Drangavík VE 80 | 43.5 | 1 | 43.5 | Vestmannaeyjar | |
10 | Smáey VE 444 | 37.3 | 1 | 37.3 | Vestmannaeyjar | |
11 | Páll Pálsson ÍS 102 | 26.0 | 1 | 26.0 | Ísafjörður | |
12 | Björgvin EA 311 | 5.5 | 1 | 5.5 | Dalvík | |
13 | Sirrý ÍS 36 | 5.5 | 1 | 5.5 | Bolungarvík |