Bragi Magg HU, ,,2018
Listarnir hérna á Aflafrettir sýna oft á tíðum algjörlega nýja hluti eins og ný báta nöfn sem eru að gera góða hluti. þessi nýju nöfn sjást best á listanum bátar að 8 BT. og núna í júilí þá hefur alveg nýtt nafn á báti sem er búinn að fiska mjög vel núna í júlí,
Bragi Magg HU 70 er bátur sem er í eigu Kristjáns Blöndal og hefur hann ásamt tveimur öðrum þeim Ólafi Guðmundssyni og Gunnar Trygga verið að róa á bátnum núna í júli og hefur þeim gengið mjög vel á handfærunuim er langaflahæstir bátanna að 8 BT og ekki nóg með það því það sem af er júlí þá eru þeir aflahæsti allra handfærabáta á landinu núna í júilí.
Hafa landað 33 tonnum í aðeins 9 róðrum eða 3,7 tonn í róðri . mest 4,6 tonn,
Kristján sagði í samtali við Aflafrettir að nafnið á bátnum væri komið frá afa hans sem átti trillur í nokkur ár þar á meðal Ýr og Magga Jóns ÍS .
Bragi Magg HU hét áður Helga Guðmundsdóttir SK og var þessi bátur smíðaður árið 2004 og hefur alla sína tíð verið gerður út frá Húnaflóasvæðinu. Sauðárkróki, Skagaströnd og núna Blönduós þar sem að báturinn er skráður,

Bragi MAgg HU mynd Kristján Blöndal