Bras en mettúr hjá Hrafni Sveinbjarnarsyni GK

Já það hefur kanski ekki farið framhjá lesendum Aflafretta að þeir togarar sem hafa farið til veiða í Barentshafinu, að þeir hafa verið að gera mjög góða túra þangað.


það eru reyndar ekki allir frystitogararnir á Íslandi sem fara þangað til veiða. t.d Baldvin Njálsson GK,  Júlíus Geirmundsson RE.  Guðmundur á Nesi RE,  Tómas Þorvaldsson GK og síðan 

Hrafn Sveinbjarnarson GK.

Hrafn Sveinbjarnarson GK var búinn að vera í mjög stórum breytingum á kælikerfi skipsins sem og fleiri breytingum sem voru gerðar á skipinu á Akureyri frá því í nóvember og fram í um febrúar

á þessu ári.  

núna í byrjun apríl á þessu ári á kom áhöfnin á togaranum í land til Grindavíkur með sinn stærsta túr frá upphafi,

togarinn fór fyrst út 1 mars og um miðjan mars þá eins og hefur komið fram þá var snarvitlaust veður og voru þeir þá á veiðum 

í jökuldýpinu enn vegna veður þá var ákveðið að sigla til Hafnarfjarðar og landa þar , svo kallaðari millilöndun.

var þá landað úr skipinu alls 427,7 tonnum þar sem að þorskur af því var alls 279 tonn,

þessi afli gerir um 29 tonn á dag.

Aftur var farið út enn vegna veðurs þá var lítið hægt að vera á veiðum, náðu aðeins tveimur hölum og urðu síðan stopp í hátt í tvo sólarhringa útaf veðri,

til að bæta við erfiðleikanna þá laumaði covid sér um borð í togarann, og af 26 manna áhöfn þá voru aðeins þrír sem ekki smituðust

svo til allan túrinn þá vantaði um 1 til 2 menn á vakt, enn vegna þess hversu mikil og góð veiði var þá neituðu

hinir áhafnarmeðlimirnir að gefast upp , og þessi þrotlausi dugnaður í áhöfn togarans gerði það að verkum að stærsti túr togarans varð að veruleika

ttogarinn kom til hafnar til Grindavíkur og var þá landað úr skipinu alls 659 tonnum og í þessum hluta þá var mest af ufsa eða 356 tonn.

samtals var því túrinn alls 1087 tonn og aflaverðmætið 431milljón króna eða um 397 kr á kíló.

menn voru að velta fyrir sér hvort þetta væri mesta aflaverðmæti sem að íslenskur frystitogari hefði komið með í land úr einum túr eftir veiðar á 

íslandsmiðum.  Líkegast ekki.  Guðmundur á Nesi RE hefur náð mjög stórum túrum í gegnum tíðina enn hann hefur þá að mestu verið í grálúðunni sem er mjög verðmæti

og síðan náði Kleifaberg RE líka mjög góðum árangri á Íslandsmiðum.

Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK , kallað Stjánagengi , eftir skipstjóranum,  hitt gengið er kallað Vals gengið eftir Vali skipstjóra sem er á móti Stjána skipstjóra

Hrafn Sveinbjarnarson GK mynd Gísli Reynisson