Brattanes NS, Tóti NS og Geir ÞH
Núna er þónokkur útgerð frá Bakkafirði þó svo að stór hluti af fiskinum sé ekið í burtu til vinnslu annarstaðar.
frá staðnum sem við gistum á núna þá sést oft flotinn sigla framhjá og hérna eru þrír bátar,
Fyrst er það Brattanes NS sem nýr bátur á Bakkafirði, en hann kom þangað í júlí 2020, og hefur verður gerður út á handfæraveiðar og strandveiðar,
hinn báturinn var Tóti NS , enn sá bátur á sér langa sögu því báturinn hefur verið með þetta nafn síðan árið 2007.
Var fyrst Þrándur KE og undir því nafni fiskaði báturinn ansi mikið á færunum ,
lengra í burtu undir Gunnólfsvíkurfjallinu þar var dragnótabáturinn Geir ÞH á veiðum, enn í samtali mínu við sjómenn frá Bakkafirði þá
voru ansi skiptar skoðanir um að Bakkaflóinn væri opinn fyrir veiðar dragnótabáta, og vildu margir að þeir færu í burtu,
Reyndar þá er Geir ÞH eini dragnótabáturinn sem veiðir í Bakkaflóa,
Myndi Gísli Reynisson