Breki VE og Páll Pálsson ÍS heimferð.nr.1, 2018

Þá eru systurskipin Páll Pálsson ÍS og Breki VE loksins lögð af stað í hina löngu siglinu til Íslands.  


Smíði skipanna hófst árið 2015 og voru skipin sjósett um það bil ári seinna.  margskonar tafir hafa orðið á afhendingu skipanna og má segja að tafirnir séu að nálgast eitt ár eða meira.

Skipin 2 eru smíðuð eftir samskonar teikningu.

Núna þegar þetta er skrifað þá eru skipin á 11,5 mílna hraða að sigla meðfram kína og í all svakalegri skipaumferð sem er í kringum togaranna.  enn framundan er sigling sem er yfir 20.000 kílómetra löng.

Gríðarlegur fjöldi af fiskibátum og skipum eru núna í kringum siglingu togaranna og  má telja þetta sem nokkur hundruð báta og skipa







Myndir teknar frá Páli Pálssyni ÍS. Fiskibátarnir allir svipaður og þessum sem sjást.  


Páll Pálsson ÍS og Breki VE