Breytingar á Aflafrettir.is. Nýr listi!,2019
Fyrir nokkrum dögum síðan þá setti ég inn hérna smá um hvar bátarnir ættu að vera, og var ég þá að tala um bátanna sem eru krókabátar
og eru í kringum 15 tonnin að stærð. Það eru nefnilega sumir bátar sem eru stærri enn 15 bt enn eru samt svipaðir og bátarnir
sem eru að 15 tonnum að stærð
þessi litli pistill minn fékk mikla umfjöllin og ég fékk mikið af skilaboðum frá ykkur lesendur góðir,
og núna hefur ákvörðun verið tekin,
Listinn sem í dag er bátar frá 13 BT til 15 BT. breytist
og verður bátar frá 13 BT upp í 21 BT.
Þetta þýðir að t.d Dóri GK,
Háey II ÞH,
Jón Ásbjörnsson RE
Agnar BA
Hilmir ST
Öðlingur SU
Daðey GK
verða á nýja listanum ,
enn það verða þó tvær undantekningar,
Geirfugl GK sem er 24 tonna bátur mun verða á listanum bátar frá 13 BT að 21BT, því hann rær á bölum,
og Margrét GK sem mælist 20,91 tonn, hann mun vera á stærri listanum
STærri listinn breytist líka,
hann heitir í dag Bátar yfir 15BT.
enn hann mun verða bátar yfir 21BT og inní þeim lista munu t.d áfram vera Hamar SH og Patrekur BA.
Þessar breytingar munu taka gildi núna 1.nóvember,
Margrét GK mynd Gísli Reynisson