Breytingar á listanum bátar að 21 BT
Snemma í janúar þá setti ég inn spurningalista
yfir línubátanna þar sem ég vildi frá að vita hversu marga króka viðkomandi bátur væri með.
hvort það væri ein eða tvær áhafnir á viðkomandi bátum.
mjög margir svöruðu þessu og þannig gat það gefið mér nokkuð skýra mynd
af því hvernig línubátarnir eru samansettir.
enn hugsuninn með þessu var sú að að færa inn á listann bátar að 21 , báta
sem allir væru með eina áhöfn, og allir væru með svipað magn af krókum.
Sömuleiðis er horft á heildarafla bátanna miðað við ár ,
og til að mynda þá var enginn af nýju bátunum sem náði yfir eitt þúsund tonna afla árið 2023, nema Sævík GK og Óli á Stað GK
enn þó voru Margrét GK og Jón Ásbjörnsson RE báðir með hærri afla enn þeir tveir.
það voru þarna nokkrir bátar sem eru mældir stærri enn 21 BT, t.d Eskey ÓF og Margrét GK.
enn núna munu nokkrir bátar bætast við
og þeir eru
Bíldsey SH
Sævík GK
Öðlingur SU
Óli á Stað GK .
Hópsnes GK, Katrín GK og Geirfugl GK munu allir halda áfram líka á þessum lista bátar að 21 BT
enn þeir voru á þeim lista áður enn þessar breytingar eiga sér stað
fyrsti listinn með þessum breytingum er kominn á AFlafrettir.is
Og þið getið séð hann HÉRNA
Þetta er skrifað frá Grundarfirði, enn er með hóp þar í nótt.
Sævík GK mynd Vigfús Markússon