Breytingar hjá Aflafrettir varðandi flokka.
Ansi mörg ykkar tóku þátt í könnun sem reyndar er ennþá í gangi núna varðandi framtíða Aflafretta
og þar var boðið uppá að geta tjáð sig um síðuna og komið með hugmyndir
ansi margir töluðu um að flokkarnir væru flóknir og það væri erfitt að leita á síðunni,
þannig að ég ásamt 15 ára dóttur minni fórum í það verkefni að fara yfir allt það efni sem skrifað hefur verið á þessa síðu
frá því 1.apríl árið 2015. þetta er ansi mikið magn eða um 5000 fréttir.
enn það sem var gert var eftifarandi,
Ártöl
við settum ártöl við endan á hverri frétt eða grein fyrir sig svo núna er auðveldara að sjá hvaða ár er verið að fjalla um
t.d varðandi lista og fréttir
Nýr flokkur
nýr flokkur var stofnaður enn hann heitir Grásleppulistinn og nær hann aftur tíl ársins 2015.
enn á móti kom að margir flokkar hverfa
flokkar hverfa
t.d Skoðanir lesenda, Ljósmyndir, Norskir 15 metra bátar og norskir línubátar. þeir flokkar allir hverfa
það sem var inn í flokkunum Norskir 15 metra bátar og Norskir línubátar það var allt fært inn í flokk sem er Norskir bátar,
líka þá hverfa flokkarnir . Bátar að 15 BT og Bátar yfir 15 BT,.
allt sem þar var inn í þessum báðum flokkum er komið inn í bátar að 21BT og Bátar yfir 21 BT.
þessu verki er ekki alveg lokið því eftir á að árgreina allt sem var skrifað árið 2021 sem og hluta af árinu 2020
allt þar fyrir aftan er orðið skilgreint miðað við ár.
Þau ykkar sem enn viljið fara á þessa könnun og tjá ykkur þá er hún ennþá opinn
Vonandi verður auðveldara að fara inn á flokkanna og skoða efni þar aftur í tímann með þessum breytingum
Set hérna inn mynd með svo þetta sé ekki myndalaus pistill. hérna er mynd sem ég tók árið 2013
Magnús ÁGústsson ÞH mynd Gísli Reynsson