Brim ehf kaupir Valdimar GK
Undanfarin ár þá hefur útgefin ufsakvóti ekki náðst að veiða, og þó nokkuð magn af ufsakvóta hefur ekki veiðst, og því brunnið inni
fiskveiðárið 2023-2024 þá var útgefin ufsakvóti um 55 þúsund tonn en það veiddust aðeins um 41 þúsund tonn.
Núna þetta fiskveiði ár 2024-2025 þá er útgefin ufsakvóti um 63 þúsund tonn.
Þónokkur stór fyrirtæki hafa töluvert magn af ufsakvóta, og eitt af því er Brim ehf í Reykjavík.
Fiskveiði árið 2023-2024 þá brunnu inni hjá Brim ehf 2100 tonn af ufsakvóta
og núna þetta fiskveiðiár þá hefur Brim ehf fengið úthlutað um 12 þúsund tonn af ufsa.
Til þess að reyna að klára að veiða allan ufsakvótann, þá hefur fyrirtækið keypt línubátinn Valdimar GK sem var í eigu Þorbjarnar í Grindavík
en Valdimar GK landaði síðast í júní árið 2024, og hefur síðan legið við höfn í Grindavík.
Brim ætlar sér reyndar ekki að gera bátinn út sem línubát, því allur línubúnaður verður tekin úr bátnum
og mun bátnum verða breitt í netabát,
Báturinn mun fá nafnið Jón Baldvinsson RE 208, en það nafn var á togara sem að Grandi HF gerði út frá 1980 til 1998, og var ansi fengsæll togari.
Öfugt við flest skipin sem Brim ehf gerir út þar sem þau landa að langmestu leyti í Reykjavíki, þá er ráðgert að aðallöndunarhöfn bátsins verði í Sandgerði enn þaðan er mjög stutt
á mið þar sem að netabátar hafa í gegnum tíðina veitt vel af ufsanum.
Það er vel þekkt í gegnum áratugina að mjög margir netabátar hafa hitt ansi vel í ufsann í Röstinni og á svæðinu í kringum Eldey og þar útmeð.
dæmi um þetta er til dæmis, Oddur Sæm á Stafnesi KE, Grétar Mar á Sæborgu RE og Bergi Vigfúsi GK og Rúnar á Happasæl KE.

Valdimar GK í Sandgerðishöfn, nýi Jón Baldvinsson RE mynd Gísli REynisson