Brotist inn í Finnbjörn ÍS ,2019

Eins og greint var frá hérna á Aflafrettir.is fyrir stuttu 


þá er Finnbjörn ÍS kominn suður til Sandgerðis og hefur byrjað að róa þaðan,  gengið mjög vel og landað um 47 tonn í aðeins 3 róðrum,

fyrir nokkrum dögum síðan þá kom upp það leiðinlega atvik að brotist var inn í bátinn þar sem báturinn lá við Suðurgarðinn í Sandgerði,

að sögn Ella Bjössa skipstjóra þá braut þjófurinn rúðu í matsal og sést mynd af því hérna að neðan, 

fór síðan upp í brú og spennti þar upp glugga og komst inn í brúnna þar,

maðurinn sem mynd sést af hérna fór útum allan bátinn og rótaði í skápum og skúffum 

skemmdir voru nokkrar og er lögreglan á Suðurnesjunum með málið til rannsóknar,

Hérna að neðan eru myndir af þjófinu og ef einhver kannast við mannin

þá má hafa samband við Lögregluna á Suðurnesjunum 

eða senda póst á gisli@aflafrettir.is eða á facebook síðu aflafretta. kem því svo til skila til rétta aðila,
















Myndir Elli Bjössi.


Finnbjörn ÍS mynd Gísli Reynisson