Bryggjuspjall við Gumma á Onna HU,2018

Ég var á Sauðárkróki í gær 8.nóvember og var þar að koma með hóp af fólki ,


tók eftir  því að það var verið að landa úr báti þegar ég koma á Krókinn

og að sjálfsögðu kíkti maður á bryggjuna,

Strax tók maður eftir því hversu vel brúin á Onna HU sást, en búið er að setja nokkra nýja LED kastara á brúnna sem gefa ansi góða birtu og Gummi stefndi að því að setja fleiri LED ljós á bátinn

og þar var Guðmundur Níels Erlingsson eða Gummi að landa úr báti sínum Onna HU,

aflinn var um 3,9 tonn þar sem að ýsa var um 2 tonn af aflanum,

Gummi sagði í smá bryggjuspjalli að Sandgerði eigi nú smá tengingu við Onna HU

því að fiskverkuin AG seafood sem er í Sandgerði tekur allan kolann af Onna HU og stærsta hluta af ýsunni sem Onni HU veiðir,

Restin af aflanum hefur farið á fiskmarkað og núna í nóvember þá hefur Gummi og áhöfn hans á Onna HU fengið ansi gott verð fyrir aflan því að veður hefur verið frekar slæmt sunnanlands,

en " alltaf logn í Skagafirðinum " eins og Gummi sagði,






Góð lýsing af led ljósunum sem eru á brúnni





Gummi skipstjóri og eigandi á krananum 

Myndir Gísli Reynisson