Brynjólfi VE lagt.


Vestmannaeyjar hafa í gegnum áratugina verið gríðarlega stór og mikill útgerðarbær.   mjög margir bátar réru þaðan, og sérstaklega á vertíðum, bæði á netum og trolli.
síðan líða árin og bátunum fækkar enn netaveiðin er þó stunduð þar þrátt fyrir að á mörgum bæjum um landið þá hafa netabátarnir 
svo til horfið.

núna árið 2022 þá eru nú ekki margir netabátar í Vestmannaeyjum, því það er aðeins einn bátur,  Kap VE.

Reyndar hafði sá bátur félagsskap yfir vertíðirnar, og sá bátur var smíðaður á Akranesi árið 1984 

og var einn af raðsmíðatogurunum sem voru smíðaðir á þessum árum,

Síðan árið 2005 þá hefur Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gert út þennan togara til humar og togveiða

og líka til netaveiða.  sem er ansi sérstakt því að Brynjólfur VE var ekki hannaður sem netabátur

og hvernig báturinn hefur verið útbúinn til netaveiða er vægast sagt ansi sérstakt,

Núna virðst vera sem að tími Brynjólfs VE sé búinn því að Vinnslustöðin hefur tekið ákvörðun um að leggja

Brynjólfi VE, og hefur sagt upp allri áhöfn togarararns og tvær ástæður eru fyrir þessari ákvörðun,

fyrsta er kvótaniðurskurður og þá aðalega í karfa sem Brynjólfur VE hefur verið að eltast við

og hitt er að mikil bilanatíðni var orðin á honum.

Vinnslustöðin hefur í gegnum alla sína sögu gert út netabáta, og þeir hafa áhuga á því að halda því áfram

og munu skoða sig um varðandi það, um hvort eigi að bæta við öðrum netabáti tilviðbótar við Kap VE


Brynjólfur VE mynd Raggi Emils