Brynjólfur ÁR ,,2017

Það eru ekki margir humarbátar sem stunda veiðar hérna við landið núna.  einn af þeim sem þær stunda er Brynjólfur ÁR.


Núerandi Brynjólfur ÁR leysti af bát með sama nafni sem er hérna mynd af að neðan.  Þessi bátur sem var með skipaskrárnúmer 93 hét fyrst Helgi Flóventsson ÞH og var smíðaður árið 1962.

Síðast var þessi bátur gerður út árið 2005 og var síðasti róðurinn um miðjan júlí þegar að báturinn landaði 9,3 tonnum í einni löndun þar sem að um 2 tonn var sett í gám.  

Þessi mynd er úr safni Kristjáns sem hann hefur sent síðunni

Brynjólfur ÁR  Mynd Kristján Kristjánsson