Cetus. Lítll enn fiskar vel af uppsjávarfiski,2015
Ég er ennþá að fara í gegnum gríðarstóra norska skipaskrá og alltaf finnur maður eitthvað sem vekur athygli manns,
Við vitum öll um okkar íslensku uppsjávarskip. þau eru stór og burðarmikil. geta borið allt upp í 2600 tonn eða meira af bræðslufiski,
Norðmenn hafa líka svona gríðarlega stór uppsjávarskip, enn þeir hafa lika mun minni uppsjávarskip og ég fann einn bát sem vekur nokkra athygli mína,
Þessi bátur heitir CETUS og er smíðaður árið 2002 og hann er ekki neam um 42 metrar á lengd eða um 30 metrum styttri enn mörg okkar íslensku skipa.
Cetus er 10,4 metrar á breidd og mælist um 600 tonn.
i Cetusi er 2800 hestafla vél.
Ekki er nú þessi bátur stór miðað við okkar íslensku skip, enn þrátt fyrir það þá hefur báturinn fiskað ansi vel núna í ár og kvotastaðan á honum er alveg hrikalega góð,
Báturinn er búinn að vera gerður út allt þetta ár og hefur stundað eins og íslensku skipin mjög fjölbreyttan veiðiskap.
tonn | kvóti | |
havbrisling | 556 | 550 |
Kolmunni | 6699 | 8280 |
Makríl | 10,45 | 830 |
Síld | 1444,41 | 2210 |
ufsi | 4,89 | 800 |
tobis | 5251,27 | 5250 |
Øyepål | 1718 | 48000 |
Loðna | 850 |
Eins og sést hérna þá er báturinn búinn að veiða um 6700 tonn af kolmunna og um 1444 tonn af síld
Oyepal er fisktegund sem þessi bátur er með gríðarlegan kvóta í því samtals er hann með 48 þúsund tonna kvóta í þeirri fisktegund.
sú fisktegund getur mest verið um 35 cm löng enn er oftawt í kringum 20 cm langur fiskur. veiðist að mestu í barnetshafinu og hefur sést innan lögsögu íslands þó ég viti ekki íslenska heitið á fiskinum
Cetus hefur því landað núna í ár rúmum 14 þúsund tonnum og er það nokkuð gott á ekki stærri uppsjávarbáti enn Cetus er
Mynd Leif ingi westermann
Mynd Reiðar e Jensen