Covid smit í risaskipinu Annalies Ilena



Það eru nokkur risafrystiskip til í Evrópu og eitt af þeim er Annelies Ilena sem var smíðað árið 2000, og er enginn smá smíði þetta skip

skipið er 145,6 metra langt, 24 metrar á breidd og er með 3 vélar um borð.  samtals 19300 hestöfl.  stærsta vélin er 9700 hestöfl.

Lestinn í þessu risaskipi tekur 7 þúsund tonn af frystum afurðum og er með um 350 tonna frystigetu á dag

Þessa risaskip liggur núna í Ijmuiden höfninni í Hollandi, en um borð er 60 manna áhöfn og hún var tekinn í skimum til að kanna hvort 

að það væri einhver með covid einkenni um borð og  það  kom í ljós að helmingur áhafninnar eða 30 manns eru smitaðir af covid

Diederik Parlevliet eigandi af skipinu sagði að enginn af skipinu fengi að fara frá borði.  Skip hafði verið á veiðum við Hjaltlandseyjar 

og þegar að skipið kom til Hollands núna á mánudaginn þá kvörtuðu nokkrir áhafnarmeðlimir um borð að þeir væru slappi og veikir,

Öll áhöfnin 60 manns verður í skipinu í 5 daga, og þeir sem eru veikir eru hafðir aðskildir frá hinum 30 sem ekki eru með covid

móralinn í skipinu er góður enda er nóg pláss fyrir alla og útgerðin tryggir að allir fái mat og að drekka á meðan þeir dvelja í skipinu 


aflinn sem skipinn var með hefur verið landað úr skipinu, sem var að mestu makríll og skipið er skráð í Póllandi,

Þess má geta að skipið hefur verið að veiðum í Írskri landhelgi og margir sjómenn þar eru nú ekki alveg ánægðir með að þetta risaskip sé þar að veiðum



Annelies Ilena  Mynd J. Marechal