Daddi GK 55,2018

Það voru ekki bara línubátar sem voru að koma í land drekkhlaðnir til Grindavíkur , heldur voru nokkrir handfærabátar eða strandveiðibátar að koma í land og einn af þeim var Daddi GK 55 .


Hann var alls með 732 kíló og var þorskur uppistaðan í aflanum með 2,5 % ís,  sem er ansi mikill munur frá Gísla Súrssyni GK sem var með 18,7% ís á þorskinum.

Næsti róður á eftir þá bilaði vélin í Dadda GK og rak hann að landi þegar að línubáturinn Valdimar GK kom og náði að koma taug í bátinn og dró hann frá hættu, þar til að björgunarbáturinn  Árni í Tungu kom og dró Dadda GK í land.  var þá aflinn í Dadda GK um 325 kíló.  


Daddi GK er smíðaður árið 1985 og er því orðin 33 ára gamall, og hefur verið gerður út í Grindavík síðan árið 2008.