Daðey GK kominn aftur heim!,,2017
Ansi furðulegar mælingar á smábátunum. og þá sérstaklega hjá Víkingsbátunum. enn þeir eru alls 4 á landinu . Karólína ÞH. Jón Ásbjörnsson RE, Háey II ÞH og Dúddi Gísla GK.
Dúddi Gísla GK og Karólína ÞH mælast báðir undir 15 tonn að stærð, enn Jón Ásbjörnsson GK og Háey II ÞH mælast um 18,5 tonn hvor bátur,
á báðum þessum bátum þá hefur verið óskað eftir því að þeir verði hafðir á listanum bátar að 15BT en, ekki á listanum bátar yfir 15 tonn.
auk þessa báta þá hefur Dóri GK líka verið færður yfir,
Nýja Daðey GK
Páll Jóhann Pálsson útgerðarmaður fékk í vor nýja bát sem fékk nafnið Daðey GK og kom í staðin fyrir bát sem hann var búinn að gera út í um 10 ár með góðum árangri. Gamli báturinn var mældur undir 15 tonn fór því sjálfkrafa í flokk báta að 15 bt á listanum á Aflafrettir.is.
nýi báturinn aftur á móti er mældur mun stærri eða 19,5 tonn. Júlíus Sigurðsson eða Júlli eins og hann er kallaður er skipstjóri á Daðey GK og sagði í samtali við aflafrettir að þótt hann væri stærri enn 15 tonn þá væri hann í raun minni, því þeir róa t. d með minni línu enn gamli báturinn.
Það kom ósk um að báturinn yrði hafður á listanum bátar að 15bt og að sjálfsögðu verður síðan við því,
Kominn heim aftur
það má kanski segja það að núna sé Daðey GK kominn heim aftur. því hann var alltaf á listanum bátar að 15 bt á gamla bátnum.
og fyrsti listinn er kominn á síðuna og er nýja Daðey GK þar á blaði, og já frekar ofarlega,
Daðey GK mynd Emil Páll GK