Daðey GK þurfti 3 ferðir í mokveiði til að draga línuna

Vægast sagt búin að vera ótrúlegur mokmánuður sem Febrúar er.


mjög margir bátar hafa verið að koma með fullfermi í land og þá sérstaklega línubátarnir.

fyrir nokkrum dögum síðan þá var birt frétt um MOKVEIÐI með stórum stöfum um Vigur SF

Þið getið lesið þá frétt HÉRNA

En það er víðar en fyrir austan sem mokveiði er búið að vera í gangi,  bátar frá Snæfellsnesi hafa veitt mjög vel

og til dæmis þá kom Gullhólmi SH 22,3 tonn sem fékkst á eina lögn.

uppreiknað í afla á bala þá var sá afli um 530 kíló á bala.

í þessu moki þá kemur það fyrir að bátar þurfi að fara í tvo róðra til þess að draga alla línuna, eins og gerðist með Vigur SF

 3 ferðir!  Daðey GK
en að bátur þurfi að fara í 3 ferðir til þess að draga línuna er aftur á móti mun sjaldséðra.

en það var einmitt það sem að Kiddó Arnberg skipstjóri á Daðey GK ásamt áhöfn sinni lenti í núna um helgina.

því mikið var það mikið hjá þeim að þeir þurftu að fara í þrjár ferðir til þess að draga alla línuna.

þeir fóru út frá Sandgerði og voru með línuna ekki langt frá Sanderðishöfn.

í heildina þá voru þeir með 16 rekka eða um 18500 króka.

 Róður 1
eftir að þeir voru búnir að leggja línuna þá fóru þeir strax í að draga endann,  og það var ljós strax að mokveiði væri að ræða

eftir að hafa dregið 8 rekka eða um 9400 króka þá var báturinn orðinn fullur af fiski.  

svo það var farið í land , og úr bátnum þá komu 11,7 tonn.  það gerir reiknast á bala 533 kíló á bala.

 Róður 2
 Aftur þá fóru strákarnir á Daðey GK út, og bjuggust við að klára að draga alla línuna, enn nei aldeilis ekki

því eftir að hafa aðeins dregið 5 rekka eða 5800 króka,  þá var báturinn aftur orðinn fullur.

og þurfti því að fara aftur í land til þess að landa aflanum.  

og þá komu úr bátnum 10,1 tonn,  það gerir 719 kíló á bala sem er algjört mok.

 Róður 3,

 Og já áfram var haldið, núna þurfti áhöfnin að fara í þriðja róðurinn, og í síðasta leggnum voru aðeins  3 rekkar,

enn hlutfallslega þá var langmesta veiðin á þá króka

því að áhöfnin dró þá króka og kom í land með 6,7 tonn , enn þetta reiknast sem aðeins 8 balar

og það gerir 843 kíló á bala sem er mok og meira enn það

þegar upp var staðið þá endaði dagurinn hjá Daðey GK í 28,6 tonnum , og það reiknast á bala sem um 650 kíló á bala.

 Kiddó skipstjóri
Kiddó sagði í samtali við Aflafrettir að þetta hefði verið ansi gaman, og þegar að ljóst var að þeir þurftu að fara í róður númer 3.  

þá hugsaði Kiddó með sér að þetta væri að verða ansi langur dagur, enn þeir komu í land úr síðasta róðrinum kl 1910, 

Þar sem lítil sem enginn vinnsla er hjá Vísi þá fór allur þessu afli hjá Daðey GK á Fiskmarkað,  og hefur róðrum bátsins verið stýrt síðan 10 nóvember út því 

sem er að gerast í Grindavík, en stílað er að báturinn veiði þá daga sem henti að landa á Fiskmarkaði.  , 

enda eins og Kiddó segir, " Vísir frábært fyrirtæki að vinna fyrir"


Daðey GK mynd Gísli Reynisson