Dagný ÞH síld í lagnet,1981

núna árið 2015 og hefur verið undanfarin ár þá hafa veiðar á síld að mestu verið veidd af stóru uppsjávarskipunum .  á árum áður þá voru ansi margir smábátar á þessum veiðum og voru þá að veiða síld í lagnet.  


Árið 1981 sem ég er að vinna í núna þá voru æði margir bátar á lagnetsveiðum á síld og margir þeirra fiskuðu ansi vel,

einn af þeim bátum sem voru þá á veiðum var bátur sem ennþá er til í dag og er enn þá gerður út.  
heitir þessi bátur í dag Sunna Líf KE enn hét árið 1981 Dagný ÞH 203 og var gerður út frá Grenivík.  

Báturinn var á þessum síldveiðum í september og landaði þá á Grenivík og var aflin unnin hjá Kaldbaki hf þar í bæ,

Dagný ÞH gekk ansi vel í september og ef við skoðum vikurnar þá líta þær svona út,

Vika 1. frá 1 til 5 september,

þá landaði Dagný ÞH 14,7 tonn í 4 róðrum eða 3,7 tonn í róðri og var stærsta löndunin 6,3 tonn.  

Vika 2. frá 6 til 12 september

einungis ein löndun á þessu tímabili og var það 2,1 tonn,

vika 3 frá 13 til 19 september,

 á þessu tímabili þá landaði Dagný ÞH 11,7 tonn í 4 róðrum eða 2,9 tonn í róðri.  stærsta löndun 4.9 tonn,

Vika 4 frá 20 til 26 september,

Aftur fór Dagný ÞH í fjóra róðra og landaði 10,8 tonnum eða 2,7 tonn í róðri.  einn af þessum róðrum var ansi stór eða 8 tonn og má segja að sá róður sé fullfermi hjá Dagný ÞH.

Vika 5. frá 27 til 30 september,

Dagný ÞH landaði enn og aftur fjórum sinnum samtals 11,7 tonn eða 2,9 tonn í róðri.  Einn fullfermis túr var á þessari viku því síðasta löndunin var 7,9 tonn.

Samtals var því aflinn 51 tonn í 17 róðrum ,

Engar myndir fundust af bátnum þegar hann hét Dagný ÞH og því er hérna mynd af Sunnu Líf KE.


Sunna Líf KE hét Dagný ÞH árið 1981