Danski Pétur VE 187 tonn á 4 dögum, 1983

Það er af sem áður var að síldarbátarnir væru litlir og tæku þetta 100 til 200 tonn sem fullfermi.  núna eru skipin að taka upp undir 3000 tonnin í einni ferð,


árið 1983 þá voru ansi margir bátar á síldveiðum og þeir skiptust í tvo hópa.  annars vegar þeir bátar sem voru á síldveiðum í Nót og hinsvegar þeir bátar sem voru á síldveiðum í Reknet,

Einn af þeim bátum sem var á síldveiðum í Reknet var Danski Pétur VE sem var gerður út frá Vestmannaeyjum,

Þessar aflatölur að neðan MIÐAST AÐEINS VIÐ LANDAÐAN AFLA Í VESTMANNAEYJUM 

Báturinn hóf veiðar um miðjan október og seinni hlutan af október þá mokveiddi báturinn því báturinn landaði daglegaþ

Lítum á

Október
fyrst kom Danski Pétur VE 24.október með 48,2 tonn,

deginum eftir með 41 tonn,

og þar á eftir 22,5 tonn

og fjórða daginn í röð kom báturinn aftur í land og núna með 75,4 tonn í land,

tveimur dögum síðar þá kom Danski Pétur VE með 19,4 tonn í einni löndun,

alls landaði því báturinn 187 tonnum á fjórum dögum.

Nóvember
í Nóvember þá kom báturinn tvisvar til Vestmannaeyja .  fyrst með 90,4 tonn þann 14.nóvember og 19 nóvember kom báturinn með 58,5 tonn í land,

Alls var því báturinn með 355 tonn í 7 róðrum eða 50,7 tonn í róðri,

og mesta veiðin var þarna í lok október þegar að báturinn landaði eins og áður segir 187 tonn á aðeins 4 dögum,


Danski Pétur VE mynd Tryggvi Sigurðsson