Darri EA seldur til Breiðdalsvíkur..2017

Það er mikið um að vera hjá honum Elís Pétur Elísssyni í Breiðdalsvík.  fyrst byrjaði hann á að kaupa fyrrum Magga Jóns KE til Breiðdalsvíkur og skírði hann bátinn þar Elli P SU.  næst stofnaði hann brugghús á breiðdalsvík sem hefur verið fjallað um hérna á síðunni.


og núna var nýjsta blómið í hans sístækkandi blómavasa að bætast við .  Þegar hann keypti Magga Jóns KE þá geri Elís ferð til Sandgerðis til að skoða bátinn og sækja.  og aftur fór hann til Sandgerðis og núna gekk frá kaupum á mun stærri báti.  

nefnilega Darra EA sem er 15 tonna bátur og systurbátur Gest Kristinssonar ÍS og Lágeyjar ÞH frá Húsavík.  

Útgerðarfyrirtæki hans heitir Gullrún Ehf og munu báðir bátarnir Elli P SU og nýi báturinn verða í eigu þess fyrirtækis

Búið er að ákveða nafnið á bátnum og mun hann heita Áki í Brekku SU eftir afa Elís.  

eftir á að setja tölu aftan við SU.  og Aflafrettir voru búinn að kom með þá hugmynd um að báturinn myndi vera Áki Í Brekku SU 245.  jú póstnúmerið í Sandgerði, því báturinn á nokkra tenginu þangað.

Þess má geta að þessi bátur varð mikið frægur og þekktur á landinu þegar að hann hét Happadís GK  og var skrifuð löng grein um bátinn hérna á Aflafrettir sem vakti mikla athygli á sínum tíma,

Aflafrettir óska fyrirtækinu til hamingju með nýjan bát, og við eigum örugglega eftir að sjá þennan bát ofarlega á lista yfir báta að 15 BT þegar hann hefur róðra.


Darri EA mynd Gestur Leó Gíslasson






Myndir Elís Pétur Elísson