Dauðabið Fjölnis GK,,2017
Í slippnum í Njarðvík þar bíður örlaga sinna báturinn sem síðast hét Fjölnir GK.
þessi bátur sem er búin að skila á land nokkur þúsund tonnum af fiski og síld hefur lokið hlutverki sínu og gerði það í fyrra
Nokkuð merkilegt er að þessi bátur sem var smiðaður árið 1963 hefur einungis heitið fjórum nöfnum í gegnum sinn langa farsæla feril
Hann hét fyrst Bjarmi II EA 110 frá Dalvík. og hét því nafni fram til ársins 1972 þegar hann var seldur til Hafnarfjarðar og þar fékk hann nafnið Reykjanes GK 50.
Til Grindavíkur kom báturinn árið 1974 og fékk nafnið Hrugnir GK árið 1978 og fór aldrei úr Grindavík eftir það.
Aflatölur hef ég ekki tekið saman um þennan bát enn það verður gert og smá saga gerð um bátinn
farsæll ferill hjá þessum báti sem bíður dauða sinn í slippnum og margir sjómenn hafa komið að þessum báti þessi rúm 50 ár sem að báturinn var gerður út
Fjölnir GK myndir Gísli Reynisson