Dragnót í júlí 2024.nr.2

Listi númer 2

Lokalistinn

Það er til málsháttur sem segir, Þeir fiska sem róa

og Hafdís SK er ekki stærsti dragnótabáturinn sem var að róa núna í júlí

en þeir réru mikið, mjög mikið fóru í 30 róðra og enduðu aflahæstir, og fóru yfir 300 tonna afla

voru að landa á Tálknafirði og Bíldudal

ÞAð má geta þess að þessi gríðarlega mikla sjósókn hjá áhöfninni á Hafdís SK, var ekki bara mesti fjöldi róðra 

hjá dragnótabátunum , heldur var báturinn sá bétur sem fór í flesta róðra allra báta í júlí á Íslandi.

aðeins 14 bátar voru á dragnót í júlí  og í raun fjölgaði um einn bát frá því snemma í j úlí

því að Leynir ÍS hóf dragnótaveiðar seint í júlí.


Hafdís SK mynd Þorgrímur Ómar Tavsen


Sæti áður Nafn Heildarafli Róðrar Mesti afli Höfn
1
Hafdís SK 4 316.8 30 17.9 Tálknafjörður, Bíldudalur
2
Geir ÞH 150 270.8 15 32.3 Þórshöfn, Vopnafjörður, Neskaupstaður, Djúpivogur, Hornafjörður
3
Bárður SH 81 264.3 18 32.8 Skagaströnd
4
Egill ÍS 77 256.1 19 16.6 Þingeyri
5
Ásdís ÍS 2 196.3 21 17.2 Bolungarvík, Skagaströnd, Hólmavík
6
Þorlákur ÍS 15 180.8 17 20.1 Bolungarvík
7
Hafborg EA 152 159.1 13 20.4 Dalvík, Skagaströnd, Grímsey
8
Hafrún HU 12 105.7 13 12.3 Skagaströnd
9
Silfurborg SU 22 100.8 12 16.3 Breiðdalsvík
10
Grímsey ST 2 93.1 12 10.0 Drangsnes
11
Aðalbjörg RE 5 53.0 7 8.8 Sandgerði
12
Harpa HU 4 39.8 7 9.1 Hvammstangi
13
Leynir ÍS 16 22.5 2 11.5 Suðureyri
14
Reginn ÁR 228 17.1 3 7.0 Þorlákshöfn
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso