Dragnót í júní árið 1981


Þá er júní mánuður núna farinn af stað og í dag þá kom á síðuna fyrsti dragnótalistinn

og nokkuð góð veiði hjá bátunum. tveir bátar með yfir 100 tonn afla , og þetta júní 2024

Ætla með ykkur í smá ferðalag

aftur í júní árið 1981, eða 43 ár aftur í tímann

og hérna skoðun við dragnótabátanna í júní árið 1981

merkilegt að það voru aðeins 11 bátar á dragnót í júní 1981

en tveir efstu bátarnir eru bátar sem voru mjög þekktir dragnótabátar

í öðru sæti var Jón Júlí BA og efstur var bátur sem við þekkjum ansi vel

Baldur KE 97, en hann jafnframt var eini dragnótabáturinn sem réri oftar enn 10 róðra

athygli vekur ansi góður afli hjá Anný SU , enn þessi bátur var plastbátur og eini 

plastbáturinn sem réri á dragnót

svo sem þokkalegur mánuður sem júní árið 1981 var, og þrír bátar náðu yfir 10 tonn í róðri, mest hjá Jón Júlí BA 13,6 tonn

Baldur KE landaði öllum sínum afla í Keflavík nema einni löndun sem var í Vestmannaeyjum




Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Mest Höfn
11 770 Skúli Hjartarsson BA 250 4.7 2 2.9 Patreksfjörður
10 1269 Snæberg BA 35 8.7 2 5.2 Bíldudalur
9 1282 Hugborg SH 87 9.3 3 3.9 Ólafsvík
8 1149 Jörundur Bjarnarsson BA 10 11.5 6 2.9 Bíldudalur
7 862 Týr SK 33 12.4 8 3.2 Sauðárkrókur
6 1192 Fjóla BA 150 12.6 4 5.9 Patreksfjörður
5 1489 Anný SU 71 25.3 6 8.9 Neskaupstaður
4 504 Auðbjörg SH 197 26.0 5 7.3 Ólafsvík
3 1237 Litlanes NS 51 33.8 3 12.6 Seyðisfjörður
2 610 Jón Júli BA 157 59.1 8 13.6 Patreksfjörður
1 311 Baldur KE 97 66.3 15 10.6 Keflavík, Vestmannaeyjar.1


BAldur KE mynd Tryggvi Sigurðsson