Dragnót í mars 1995,, Grindavík og Sandgerði.

Kanski eitt þekktasta og mest notaða svæðið varðandi dragnótaveiðar má segja að sé svæðið svo 

frá Hvalsneskirkju og áleiðis að Reykjanesvita.
oft er hluti af þessu svæði kallað Hafnarleir.

mjög margir bátar hafa stundað dragnótaveiðar á þessu svæði, og gera ennþá þann dag núna árið 2023,

þeir bátar sem hafa verið þarna á veiðum hafa að langmestu leyti landað í Sandgerði og í Grindavík
enn einnig hafa bátar verið þar á veiðum sem landa í Þorlákshöfn,

til að mynda má nefna að árið 2023, þá hafa Fróði II ÁR og Hásteinn ÁR verið þarna á veiðum og landa báðir í Þorlákshöfn,

í mars árið 1995 þá voru alls 17 bátar sem voru þarna á veiðum sem lönduðu í Sandgerði og Grindavík og þessi listi lítur einungis á þá báta.

til viðbótar þessum bátum, þá kom Sigurður Lárusson GK með 37 tonn í einni löndun til Sandgerðis, Dalaröst ÁR landaði 46 tonnum í 2 róðrum í Sandgerði 

ansi gaman að renna í gegnum þennan lista og þarna sést til dæmis að mjög margir bátar sem voru kallaðir Varar bátarnri voru þarna á veiðum 

þeir eru þarna á þessum lista,  Erlingur GK, Reykjarborg RE, Eyvindur KE, Sæljón RE og Haförn KE .

Enginn af þessum Vararbátum er til í dag til útgerðar, nema Sæljón RE, heitir árið 2023, Andvari VE og stundar trollveiðar.

eins og sést þá af þessum 17 bátum þá voru 14 að landa í Sandgerði, og Arnar KE landaði síðan á báðum stöðunum, um 90 tonnum í Sandgerði og rest í Grindavík.

ansi magnað að sjá stærstu löndunina hjá sumum bátanna, til dæmis hjá Sæljóni RE, 23,9 tonn og það þýðir að báturinn var alveg drekkhlaðin þegar hann kom í land

sama má segja um Baldur GK sem kom mest með 27 tonn í land,  og sama þar, báturinn drekkhlaðinn af fiski.

enn aflahæsti báturinn þarna var Sandafell HF, enn hann var líka stærsti báturinn sem var að róa af þessum 17 bátum.

alls lönduðu þessir bátar um 1800 tonnum af fiski í 292 róðrum eða 6,2 tonn í róðri.





Sæti sknr Nafn Afli Landanir Meðalafli Höfn
17 399 Kári GK 146 46.2 15 7.9 Grindavík
16 1262 Guðbjörg GK 517 61.1 14 12.1 Sandgerði
15 1990 Þröstur RE 21 87.1 18 12.1 Grindavík
14 1499 Sæljón RE 19 89.7 16 23.6 Sandgerði
13 2150 Rúna RE 150 99.2 17 9.1 Sandgerði
12 1269 Aðalbjörg II RE 236 99.7 19 10.9 Sandgerði
11 1075 Andri KE 46 100.2 19 12.1 Sandgerði
10 311 Baldur GK 97 102.3 18 26.8 sandgerði
9 1636 Farsæll GK 162 103.3 20 12.1 Grindavík
8 1430 Erlingur GK 212 103.6 18 12.2 Sandgerði
7 1438 Haförn KE 14 110.3 18 13.9 Sandgerði
6 1468 Reykjaborg RE 25 113.5 19 15.9 Sandgerði
5 1475 Eyvindur KE 37 113.8 18 12.8 Sandgerði
4 1575 Njáll RE 375 119.8 19 19.3 Sandgerði
3 1968 Arnar KE 260 130.6 20 14.3 Sandgerði, Grindavík
2 1305 Benni Sæm GK 26 161.1 19 26.9 Sandgerði
1 1812 Sandafell HF 82 178.5 20 24.1 Sandgerði

Sandafell HF Mynd Hörður Harðarson