Dragnót í Október 2025.nr.1
Listi númer 1
fin byrjun á október, bátarnir dreifast víða um landið og tveir efstu bátarnir
byrja nú þegar á því að flakka á milli hafna, en báðir áttu það sameiginlegt að hafa komið við á Dalvík
Geir ÞH er síðan með landanir austur með og að Vopnafirði og Hildur SH fór í hina áttina
Vestur til Skagastrandar
Aðalbjörg RE hæstur af bátunum í Sandgerði en báturinn ásamt Sigga Bjarna GK , Benna Sæm GK
hafa verið í butginni og að mestu að veiða kola, því að þorskaflinn í faxaflóa hjá dragnótabátunuim
sú veiði hefur hrunið niður miðað við sama tíma í fyrra,
Stapafell SH er líka í flóanum en hefur verið við veiðar útfrá Arnarstapa, en hefur fært
sig inn í flóa frá Reykjavík
Gamla Grímsey ST er aftur kominn á heimaslóðir, með nafninu Auðbjörg HF
Og talandi um Grímsey ST, en á lokalistanum fyrir dragnótabátanna í september
þá var var á þeim lista ekki nýja GRímsey ST
en núna er ég búinn að laga það og hægt að sjá lokalistann hérna þar sem gamal og nýja Grímsey ST eru

Auðbjörg HF mynd Hrefna Björk Sigurðardóttir
Sæti | áður | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Höfn |
1 | Hildur SH - 777 | 87.3 | 5 | 29.2 | Sauðárkrókur, Skagaströnd, Dalvík | |
2 | Geir ÞH - 150 | 81.9 | 6 | 21.1 | Dalvík, Þórshöfn, Vopnafjörður | |
3 | Magnús SH - 205 | 77.1 | 7 | 18.6 | Sauðárkrókur | |
4 | Bárður SH - 81 | 74.2 | 7 | 18.6 | Sauðárkrókur, Dalvík | |
5 | Egill ÍS - 77 | 66.4 | 6 | 13.3 | Þingeyri | |
6 | Ásdís ÍS - 2 | 61.5 | 7 | 15.4 | Bolungarvík | |
7 | Saxhamar SH - 50 | 60.3 | 4 | 28.1 | Rif, Bolungarvík | |
8 | Steinunn SH - 167 | 44.5 | 4 | 17.1 | Sauðárkrókur | |
9 | Aðalbjörg RE - 5 | 38.7 | 5 | 11.9 | Sandgerði | |
10 | Ólafur Bjarnason SH - 137 | 38.3 | 5 | 8.7 | Ólafsvík | |
11 | Þorlákur ÍS - 15 | 38.1 | 4 | 13.6 | Bolungarvík | |
12 | Hafborg EA - 152 | 37.5 | 4 | 20.4 | Dalvík | |
13 | Siggi Bjarna GK - 5 | 37.0 | 5 | 8.5 | Sandgerði | |
14 | Maggý VE - 108 | 36.4 | 5 | 8.8 | Sandgerði | |
15 | Hafdís SK - 4 | 36.4 | 5 | 11.6 | Hafnarfjörður, Ólafsvík | |
16 | Hásteinn ÁR - 8 | 36.3 | 3 | 30.9 | Þorlákshöfn | |
17 | Stapafell SH - 26 | 32.4 | 5 | 14.2 | Arnarstapi, Reykjavík | |
18 | Haförn ÞH - 26 | 32.1 | 3 | 12.5 | Húsavík | |
19 | Benni Sæm GK - 26 | 31.9 | 5 | 9.5 | Sandgerði | |
20 | Sigurfari GK - 138 | 30.8 | 5 | 12.4 | Sandgerði | |
21 | Rifsari SH - 70 | 26.5 | 5 | 8.9 | Rif, Bolungarvík | |
22 | Matthías SH - 21 | 19.1 | 3 | 12.0 | Patreksfjörður, Rif | |
23 | Esjar SH - 75 | 14.2 | 2 | 7.6 | Reykjavík, Rif | |
24 | Sæbjörg EA - 184 | 12.4 | 3 | 5.0 | Dalvík | |
25 | Margrét GK - 27 | 10.2 | 3 | 5.2 | Grindavík | |
26 | Sveinbjörn Jakobsson SH - 10 | 9.2 | 2 | 4.6 | Ólafsvík | |
27 | Egill SH - 195 | 9.1 | 3 | 4.0 | Ólafsvík | |
28 | Guðmundur Jensson SH - 717 | 7.9 | 1 | 7.9 | Ólafsvík | |
29 | Grímsey ST - 2 | 6.4 | 1 | 6.4 | Drangsnes | |
30 | Auðbjörg HF - 97 | 4.6 | 3 | 2.9 | Hólmavík | |
31 | Reginn ÁR - 228 | 3.2 | 2 | 1.8 | Þorlákshöfn |
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss