Dragnót í verkfallinu í apríl árið 2001
Í gær þá sýndi ég ykkur netabátanna sem gátu veitt í sjómannaverkfallinu sem var í gangi
árið 2001, en verkfallið stóð allan apríl og fram í einni partinn á maí þegar að það var stöðvað með lögum
en það var þannig að einungis bátar undir 12 metrum máttu þá veiða
og bátar þar sem eigendur bátanna voru skráði um borð.
12 Bátar
Það voru mjög fáir dragnótabátar sem náðu að róa í apríl útaf þessu verkfalli, en þeir voru alls 12 bátarnir og vekur athygli að fjórir
þeirra voru í Ólafsvík, Hugborg SH, Svanborg SH, Sveinbjörn Jakopsson SH og Steinunn SH
en Steinunn SH var aflahæstur og sá eini af þeim sem fór yfir 100 tonnin
Tjálfi SU
Tjálfi SU frá réri heldur betur mikið í apríl, hann fór í 27 róðra
og hann var sá dragnótabátur sem fór í langflesta róðranna.
en það var ekki nóg með því að Tjálfi SU réri mest allra báta á Íslandi í apríl árið 2001.
Nokkrir bátar voru á Norðurlandinu og þar af Jón Forseti ÓF hæstur
María Pétursdóttir VE
María Pétursdóttir VE átti ansi góðan mánuð, en þessi bátur var lengi Ægir Jóhannsson ÞH og endaði þriðji hæsti
þennan verkfallsmánuð sem að apríl var
Þess má geta að María Pétursdóttir VE var einn af Vararbátunum, en þeir voru þónokkrir bátar sem voru
kallaðir það og þarna í apríl árið 2001 þá voru tveir bátar. Vararbátar.
Hinn var Guðrún Jónsdóttir ÓF

María Pétursdóttir VE mynd Tryggvi Sigurðsson
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Mest | Höfn |
12 | 1452 | Guðrún Jónsdóttir ÓF-27 | 16.5 | 6 | 5.2 | Siglufjörður |
11 | 1186 | Muggur EA-26 | 17.7 | 10 | 2.9 | Dalvík |
10 | 1951 | Hugborg SH 87 | 28.8 | 9 | 9.1 | Ólafsvík |
9 | 1581 | Berghildur SK 137 | 35.0 | 13 | 6.1 | Hofsós |
8 | 1502 | Páll Helgi ÍS 142 | 41.0 | 12 | 7.9 | Bolungarvík |
7 | 1915 | Tjálfi SU 63 | 41.1 | 27 | 2.6 | Djúpivogur |
6 | 992 | Jón Forseti ÓF 4 | 43.2 | 9 | 12.8 | Árskógssandur |
5 | 2344 | Svanborg SH-404 | 48.8 | 10 | 7.2 | Ólafsvík |
4 | 260 | Sveinbjörn Jakopsson SH 104 | 67.0 | 12 | 12.6 | Ólafsvík |
3 | 1430 | María Pétursdóttir VE-14 | 71.6 | 12 | 10.9 | Vestmannaeyjar |
2 | 219 | Þorsteinn SH 145 | 82.1 | 12 | 12.8 | Rif |
1 | 1134 | Steinunn SH 167 | 132.7 | 13 | 33.8 | Ólafsvík |
Kæru Lesendur.
Ég er að spá í að breyta um texta, hinn var þreyttur
Takk kæru lesendur fyrir stuðninginn og hérna
eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisson