Dragnótabátar á Ólafsfirði í maí árið 1995.

Áfram er ég að vinna í árinu 1995.


og eins og fram hefur komið þá var þetta metár á rækjuveiðum og mokveiði hjá svo til öllum bátum og togurum sem voru að róa á rækjunni,

en dragnótaveiði var líka mjög góð.  

við utanverðan Eyjafjörð í Dalvík og meðal annars í Grímsey var mjög góð dragnótaveiði í Maí árið 1995

og skammt frá Dalvík er Ólafsfjörður og þar voru 2 dragnótabátar sem allir fiskuðu ansi vel og það mikið að þeir náðu allir að koma með fullfermi í land,

:eir bátar sem við munum skoða núna eru 

Arnar ÓF  3 sem var frambyggður bátur og lengi gerður út frá Ólafsfirði,

Guðrún Jónsdóttir ÓF 27 sem var einn af mörgum bátum sem voru kenndir við skipasmíðastöðina Vör á Akureyri, og er þessi bátur ennþá til í dag

heitir Steini Vigg SI og liggur við Hótel Siglufjörð á Siglufirði,

Arnar ÓF 
Arnar ÓF landaði maí árið 1995 71 tonni í 16 róðrum og mest 12,5 tonn í einni löndun 

Besta vikan  hjá Arnari ÓF var þegar að báturinn landaði 37,3 tonnum í aðeins 4 róðrum eða 9,3 tonn í róðri.

 Guðrún Jónsdóttir ÓF 
Guðrún Jónsdóttir ÓF átti enn betri mánuð því báturinn landaði 85,9 tonnum í 14 róðrum 

og athygli vekur að stærsti róðurinn hjá bátnum var tæp 20 tonn í einni löndun, 

sú vika var reyndar gríðarlega góð því það má segja að mokveiði hafi verið hjá bátnum 

því í 4 róðrum þá landaði báturinn 56,5 tonnum eða 14,1 tonn í róðri.


Guðrún Jónsdóttir ÓF mynd Hafþór Hreiðarsson

Arnar ÓF mynd Hafþór Hreiðarsson