Dragnótabátar í maí árið 1993.

Ætla að fara aðeins með ykkur í smá ferðalag.


í maí árið 1993.  og hérna er list yfir dragnótabátanna sem réru í maí mánuði árið 1993.
það er mikil munur á þessum mánuði og núna árið 2022.  fyrir það fyrsta þá eru dragnótabátrnir árið 2022
mun stærri og svo til enginn eikarbátur á dragnót eins og var þarna í maí árið 1993,

Athygli vekur hversu góð veiði var hjá nokkrum bátum á Norðurlandinu.
t.d Hrönn EA og Snæbjörg EA sem báðir náðu yfir 100 tonnin 
og Björgvin á Háteig GK var aflahæstur bátanna sem eru undir 100 tonnum af stærð. og hann reyndar endaði 
sem fjórði aflahæsti báturinn 

Jón á Hofi ÁR og Gandí VE voru báðir með yfir 160 tonn, enn þeir voru líka langstærstu bátarnir.

þrír plastbátur voru þarna á dragnót,  Anný SU, Fylkir NK

og Gullfaxi NK, en Gullfaxi NK átti ansi góðan mánuð og kom mest með 12,5 tonn í land, sem er líklega fullfermi eins og sést 
á myndinni sem er að neðan og var tekinn árið 1991

svo er spurning,  varst þú lesandi góður á einhverum þessara báta sem þarna eru á þessum lista fyrir maí árið 1993




Gullfaxi NK og Þorkell Björn NK mynd tekin í maí 1991. enn þessir bátar voru báðir við veiðar í maí árið 1993.
Mynd Hjörvar Moritiz Sigurjónsson





Sæti Sknr Nafn Afli Róðrar Mest í róðri Höfn
51 1502 Páll Helgi ÍS 142 8.6 5 3.1 Bolungarvík
50 1818 Sævar NK 18 9.1 7 1.5 Neskaupstaður
49 1890 Kampavík SU 24 9.5 4 3.6 Stöðvarfjörður
48 1914 Fylkir NK 102 11.0 5 4.2 Neskaupstaður
47 1955 Höfrungur BA 60 11.8 3 5.7 Tálknafjörður
46 872 Hallgrímur Ottósson BA 39 12.7 3 6.1 Bíldudalur
45 892 Svanur BA 61 14.3 4
Bíldudalur
44 1489 Anný SU 71 15.4 8 3.4 Neskaupstaður
43 847 Tindur SH 179 16.2 10 2.6 Ólafsvík
42 1922 Magnús EA 25 21.8 6 12.5 Grímsey
41 1354 Skálavík SH 208 24.0 12 4.7 Ólafsvík
40 530 Hafrún HU 1 24.9 8 7.9 Skagaströnd
39 1195 Egill BA 468 28.3 13 6.3 Patreksfjörður
38 1192 Fjóla BA 150 29.1 12 5.3 patreksfjörður
37 1189 Þorkell Björn NK 110 30.5 8 8.4 Neskaupstaður
36 1533 Vigur SU 60 33.8 18 4.8 Djúpivogur
35 1056 Arnar ÁR 55 37.8 4 13.9 Þorlákshöfn
34 741 Auðbjörg II SH 97 42.4 9 11.8 Ólafsvík
33 2150 Rúna RE 150 43.6 17 6.1 sandgerði
32 1452 Guðrún Jónsdóttir ÓF 27 47.0 14 6.5 Ólafsfjörður
31 1282 Hugborg SH 87 48.8 17 3.1 Ólafsvík
30 1639 Dalaröst ÁR 63 52.7 10 7.3 Þorlákshöfn
29 1751 Hásteinn ÁR 8 58.5 5 18.9 Þorlákshöfn
28 714 Arnar ÓF 3 59.3 19 7.3 Ólafsfjörður
27 1543 Mummi NK 46 59.5 7 17.4 Neskaupstaður
26 311 Baldur GK 97 60.2 21 12.3 Sandgerði
25 1581 Berghildur SK 137 61.2 15 11.1 Hofsós
24 1900 Gullfaxi NK 6 62.0 10 12.5 Neskaupstaður
23 2149 Guðbjörg GK 517 62.2 17 6.9 sandgerði
22 1968 Arnar KE 260 64.2 15 10.6 sandgerði
21 936 Friðrik Bergmann SH 240 64.7 10 15.6 Ólafsvík
20 1499 Sæljón RE 19 65.5 17 13.8 Grindavík
19 249 Hafnarröst ÁR 250 66.3 7 38.6 Þorlákshöfn
18 1575 Njáll RE 375 67.8 22 5.1 Sandgerði
17 1475 Eyvindur KE 37 75.5 19 10.8 Grindavík
16 1468 Reykjaborg RE 25 81.7 22 9.2 sandgerði
15 250 Skinney SF 30 83.6 7 21.3 Hornafjörður
14 1438 Haförn KE 14 84.3 21 10.7 Sandgerði
13 1084 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 85.0 8 34.5 Þorlákshöfn
12 1043 Vísir SF 64 88.7 7 29.2 Hornafjörður
11 1636 Farsæll GK 162 89.9 15 12.9 Grindavík
10 1748 Jón Klemens ÁR 313 100.3 5 42.3 Þorlákshöfn
9 1856 Auðbjörg SH 197 101.5 7 27.2 Ólafsvík
8 1126 Þorsteinn SH 145 107.2 10 22.9 Rif
7 306 Hrönn EA 258 110.2 20 17.2 Þórshöfn, Raufarhöfn
6 1436 Snæbjörg ÓF 4 112.3 15 17.6 Ólafsfjörður
5 11 Freyr ÁR 102 118.0 8 32.3 Þorlákshöfn
4 1305 Björgvin á Háteig GK 26 118.1 18 23.1 Sandgerði
3 151 María Júlía BA 36 123.7 14 24.6 Tálknafjörður
2 84 Gandí VE 164.2 5 42.3 Vestmannaeyjar
1 1562 Jón á Hofi ÁR 62 169.5 8 41.5 Þorlákshöfn