Dragnótamok í Faxaflóa í september 2003
Faxaflóinn, stór og mikill flói sem er gjöfull af fiskimiðum, og bátar frá höfnunum við Faxaflóa hafa sótt þangað á netum, færum og línu
sjóinn og veitt svo til alla síðustu öld og á þessari öld líka.
Togveiðar eru bannaðar í Faxaflóanum og líka veiðar með dragnót.
nema það var þannig í fjöldamörg ár og má segja það nái aftur fyrir árið 1970 að veiðar með dragnót
inn í Faxaflóanum máttu hefjast ár hvert þann 1.september og mátti stunda veiðar með dragnót fram í til 20.desember ár hvert.
nokkuð strangar reglur gilda um veiðar með dragnót í FAxaflóanum og í raun þá eru þessar veiðar kallaðar Bugtarveiðar.
til að mynda má ekki stunda veiðar á laugardögum og sunnudögum.
þegar að veiðar hófust hvert ár í september þá var ansi oft mokveiði hjá bátunum og þeir bátar sem stunduðu veiðar í bugtinni komu oft
með fullfermi í land í sínum fyrsta róðri sínum,
2003
árið 2003 þá var mokveiði hjá bátunum sem stunduðu dragnótaveiðar í Faxaflóanum og þá voru alls 13 bátar á veiðum , frá Akranesi, Reykjavík, Keflavík og Sandgerði.
Fjórir bátar með yfir 20 tonn löndun
það voru fjórir bátar sem náðu yfir 20 tonn í fyrsta róðri sínum í september árið 2003. þetta voru Örn KE með 24,8 tonn. Þröstur RE með 25,5 tonn
Farsæll GK með 27,1 tonn og Rúna RE sem kom með fullfermi eða 33,8 tonn í einni löndun
Njáll RE
Reyndar þá var mokveiði hjá nokkrum bátum í fyrstu þremur róðrum og það vekur ansi mikla athygli að einn af minnstu bátunum sem voru á þessum veiðum
Njáll RE mokveiddi og kom með 19,3 tonn í einni löndun. hann var líka næst aflahæstur í fyrstu þremur róðrunum með 45,6 tonn í 3 róðrum
Árni KE var þriði hæsti með 45,1 tonn í 3., enn Örn KE var hæstur í fyrstu þremur róðrunum sínum með 58,1 tonn í 3
þegar að kom í lok þessa mánaðar þá höfðu bátarnir landað alls um 1600 tonnum
og Örn KE, var aflahæstur, Reykjaborg RE var númer 2 og síðan Njáll RE númer 3
Ef við lítum á hafnirnar
þá komur 594 tonn á land í Keflavík
98 tonn komu á land á Akranesi af einum báti.
669 tonn komu í Reykjavík
226 tonn komu til Sandgerðis
núna árið 2024 þá eru aðeins þrír bátar sem hafa verið á þessum veiðum í Faxaflóanum.
það er Aðalbjörg RE, Siggi BJarna GK og Benni Sæm GK
Sæti | Sknr | Nafn | Afli | Landanir | Mest | Höfn |
13 | 2400 | Valur HF 322 | 94.0 | 15 | 13.2 | Keflavik |
12 | 1990 | Þröstur RE 21 | 96.7 | 15 | 25.5 | Keflavik |
11 | 2323 | Stapavík AK-132 | 98.0 | 16 | 12.4 | Akranes |
10 | 2430 | Benni Sæm GK-26 | 102.7 | 16 | 16.3 | Sandgerði |
9 | 1636 | Farsæll GK 162 | 111.0 | 15 | 27.1 | Keflavik |
8 | 1755 | Aðalbjörg RE 5 | 118.2 | 18 | 15.4 | Reykjavík |
7 | 2150 | Árni KE 89 | 118.6 | 16 | 18.2 | Keflavik |
6 | 1269 | Aðalbjörg II RE 236 | 119.3 | 19 | 16.2 | Reykjavík |
5 | 2454 | Siggi Bjarna GK 5 | 123.2 | 19 | 17.8 | Sandgerði |
4 | 2462 | Rúna RE 150 | 139.4 | 17 | 33.8 | Reykjavík |
3 | 1575 | Njáll RE 375 | 140.6 | 17 | 19.3 | Reykjavík |
2 | 2325 | Reykjaborg RE-25 | 151.2 | 19 | 19.3 | Reykjavík |
1 | 2313 | Örn KE 14 | 173.8 | 20 | 24.8 | Keflavik |
Njáll RE Heitir árið 2024, Silfurborg SU, Mynd Gísli Reynisson
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso