Dragnótamok í Faxaflóa í september 2003

Faxaflóinn, stór og mikill flói sem er gjöfull af fiskimiðum, og bátar frá höfnunum við Faxaflóa hafa sótt þangað á netum, færum og línu 


sjóinn og veitt svo til alla síðustu öld og á þessari öld líka.  

Togveiðar eru bannaðar í Faxaflóanum og líka veiðar með dragnót.

nema það var þannig í fjöldamörg ár og má segja það nái aftur fyrir árið 1970 að veiðar með dragnót 

inn í Faxaflóanum máttu hefjast ár hvert þann 1.september og mátti stunda veiðar með dragnót fram í til 20.desember ár hvert.

nokkuð strangar reglur gilda um veiðar með dragnót í FAxaflóanum og í raun þá eru þessar veiðar kallaðar Bugtarveiðar.

til að mynda má ekki stunda veiðar á laugardögum og sunnudögum.

þegar að veiðar hófust hvert ár í september þá var ansi oft mokveiði hjá bátunum og þeir bátar sem stunduðu veiðar í bugtinni komu oft 

með fullfermi í land í sínum fyrsta róðri sínum,

2003
árið 2003 þá var mokveiði hjá bátunum sem stunduðu dragnótaveiðar í Faxaflóanum og þá voru alls 13 bátar á veiðum , frá Akranesi, Reykjavík, Keflavík og Sandgerði.


 Fjórir bátar með yfir 20 tonn löndun
það voru fjórir bátar sem náðu yfir 20 tonn í fyrsta róðri sínum í september árið 2003.  þetta voru Örn KE með 24,8 tonn.  Þröstur RE með 25,5 tonn

Farsæll GK með 27,1 tonn og Rúna RE sem kom með fullfermi eða 33,8 tonn í einni löndun

Njáll RE 
Reyndar þá var mokveiði hjá nokkrum bátum í fyrstu þremur róðrum og það vekur ansi mikla athygli að einn af minnstu bátunum sem voru á þessum veiðum

Njáll RE mokveiddi og kom með 19,3 tonn í einni löndun.  hann var líka næst aflahæstur í fyrstu þremur róðrunum með 45,6 tonn í 3 róðrum

Árni KE var þriði hæsti með 45,1 tonn í 3., enn Örn KE var hæstur í fyrstu þremur róðrunum sínum með 58,1 tonn í 3

þegar að kom í lok þessa mánaðar þá höfðu bátarnir landað alls um 1600 tonnum 

og Örn KE, var aflahæstur, Reykjaborg RE var númer 2 og síðan Njáll RE númer 3

Ef við lítum á hafnirnar 

þá komur 594 tonn á land í Keflavík

98 tonn komu á land á Akranesi af einum báti.

669 tonn komu í Reykjavík

226 tonn komu til Sandgerðis

núna árið 2024 þá eru aðeins þrír bátar sem hafa verið á þessum veiðum í Faxaflóanum.

það er Aðalbjörg RE, Siggi BJarna GK og Benni Sæm GK




Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Mest Höfn
13 2400 Valur HF 322 94.0 15 13.2 Keflavik
12 1990 Þröstur RE 21 96.7 15 25.5 Keflavik
11 2323 Stapavík AK-132 98.0 16 12.4 Akranes
10 2430 Benni Sæm GK-26 102.7 16 16.3 Sandgerði
9 1636 Farsæll GK 162 111.0 15 27.1 Keflavik
8 1755 Aðalbjörg RE 5 118.2 18 15.4 Reykjavík
7 2150 Árni KE 89 118.6 16 18.2 Keflavik
6 1269 Aðalbjörg II RE 236 119.3 19 16.2 Reykjavík
5 2454 Siggi Bjarna GK 5 123.2 19 17.8 Sandgerði
4 2462 Rúna RE 150 139.4 17 33.8 Reykjavík
3 1575 Njáll RE 375 140.6 17 19.3 Reykjavík
2 2325 Reykjaborg RE-25 151.2 19 19.3 Reykjavík
1 2313 Örn KE 14 173.8 20 24.8 Keflavik


Njáll RE Heitir árið 2024, Silfurborg SU, Mynd Gísli Reynisson

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso