Dragnótaveiðar á Hrafnsey SF 8 í maí árið 1997.

Hornafjörður hefur í gegnum áratugina verið ansi stór útgerðarbær, og þó svo  það sá aðeins núna einn vertíðarbátur

gerður út,  Sigurður Ólafsson SF

þá var oft á tíðum mjög margir bátar sem réru frá Hornafirði.

flestir þeir báta sem réru frá Hornafirði voru á netum, humri , síld, trolli og nokkrir voru á dragnót

Einn af þeim bátum sem stunduðu veiðar með dragnót var bátur sem var keyptur til Hornafjarðar eða í raun voru hálfgerð bátaskipti,

því að á Grundarfirði þá var bátur þar sem hét Sóley SH og á sama tíma þá var á Hornafirði stálbátur sem hét Silfurnes SF.

eftir vertíðina árið 1995 þá var Silfurnes SF seldur til Grundarfjarðar og fékk þar nafnið Sóley SH.

 Hrafnsey SF 

Sóley SF fór þá til Hornafjarðar og fékk þar nafnið Hrafnsey SF 8.

Hrafnsey SF stundaði að mestu veiðar á humri og dragnót.

og hérna skulum við kíkja á maí mánuð hjá Hrafnsey SF árið 1997.

Báturinn fór ekki marga róðra en aflinn var engu að síður nokkuð góður

alls 91,3 tonn í 10 róðrum , sem gerir um 9,1 tonn í róðri,

af þessum afla þá var skráplúra uppistaðan í aflanum eða 33,3 tonn, og mest fékk báturinn 14,4 tonn af skráplúru í einni löndun

Skarkoli var 14,8 tonn og steinbítur 15,8 tonn,  þorskur 13,3 tonn.





Dagur Afli
1.5 2.1
6.5 12.8
9.5 9.6
10.5 14.0
15.5 16.7
16.5 3.4
21.5 3.0
23.5 15.8
27.5 8.5
29.5 5.4


Hrafnsey SF mynd Sverrir Aðalsteinsson