Dragnótaveiðar á Jón Júlí BA. ,1983
í Fjörunni við höfniuna á Tálknafirði þá liggur þar á landi ansi fallegur eikarbátur sem á sér mjög langa sögu þar í bænum,,
þetta er báturinn Jón Júli BA sem var gerður út frá Tálkanfirði í hátt í 40 ár. þessi bátur ekki stór hann var einungis um 34 tonn og um 20 metra langur.
báturinn var gerður út alveg til ársins 2006.
helstar veiðarfærið hjá bátnum öll þessi ár sem að báturinn var gerður út frá Tálknafirði var dragnót og þótt báturinn væri ekki stór eða öflugur eins og dragnótabátarnir eru í dag, þá samt fiskaði þessi bátur mjög vel,
Sumarið 1983 er eitt af þessum tímabilum sem báturinn fiskaði nokkuð vel,
Jón Júli BA var á dragnót í júní, júlí og ágúst og við skulum aðeins líta á hvernig gekk,
Byrjum á júni. þá landaði Jón Júli BA alls 98,5 tonnum í 16 róðrum eða 6,1 tonn í róðri. af þessum afla þá voru um 90 tonn af kola.
Ef við kíkjum á vikurnar þá var vikan 12 til 18 nokkuð góð , enn þá landaði báturinn 29,6 tonn í aðeins 4 róðrum eða 7,4 tonn í róðri
róðurinn 30.júni var landaður í Bolungarvík.
Júní | |
Dagur | afli |
3 | 2.4 |
4 | 1.2 |
7 | 5.6 |
9 | 11.3 |
10 | 5.1 |
11 | 2.8 |
13 | 7.0 |
14 | 9.8 |
16 | 7.9 |
18 | 4.9 |
21 | 7.8 |
23 | 7.3 |
25 | 4.7 |
27 | 8.2 |
29 | 6.1 |
30 | 6.4 |
Júlí var mjög góður enn þá landaði Jón Júli BA alls 115,8 tonnum í 15 róðrum og það gerir um 7,8 tonn í róðri að meðtaltali sem er mjög gott,
Vikan 10 til 16 var nokkuð góð, enn þá landaði báturinn 30,8 tonnum í 4 róðrum eða 7,7 tonn í róðri,
Eins og júní þá var koli hérna uppistaðan í aflanum eða um 100 tonn,
Júlí | |
Dagur | afli |
1 | 6.3 |
2 | 6.9 |
4 | 5.0 |
7 | 10.5 |
11 | 8.9 |
13 | 11.8 |
14 | 3.6 |
16 | 6.5 |
18 | 12.2 |
20 | 1.9 |
22 | 10.7 |
23 | 5.8 |
26 | 9.8 |
27 | 3.8 |
29 | 12.3 |
Hérna að' neðan er svo ágúst, enn þá var þorskur orðin meirihluti af afla Jón Júlí BA, og þarna koma meðal annars 2 róðra sem voru yfir 20 tonn hver,
róðurinn 6 águst sem var 22,3 tonn af því þá var þorskur um 21,4 tonn og róðurinn 15 ágúst 20,8 tonn var landað á Ísafirði.
í ágúst þá landaði Jón júlí BA alls 127 tonnum í 17 róðrum eða 7,5 tonn í róðri,
ágúst | |
Dagur | afli |
2 | 7.8 |
3 | 9.0 |
4 | 3.6 |
6 | 22.3 |
10 | 1.3 |
12 | 7.1 |
13 | 8.0 |
15 | 20.8 |
17 | 9.3 |
18 | 3.6 |
19 | 1.9 |
22 | 5.1 |
23 | 2.4 |
26 | 11.4 |
27 | 6.7 |
30 | 3.0 |
31 | 3.6 |
Þetta sumar var því mjög gott hjá Jón Júlí BA því alls landaði báturinn 341 tonna afla á þessum þremur mánuðum og fékk þennan afla í 48 róðrum eða 7,1 tonn í róðri,
að fá yfir 7 tonn róðri á ekki stærri báti er feikilega gott
Jón Júli BA mynd Níels Adolf ÁRsælsson