Dragnótaveiðar á Valdimar H í Noregi. 76 tonna löndun

Fyrir nokkrum mánuðum síðan þá var greint frá því hérna á Aflafrettir að bátur sem á sér langa og fengsæla sögu á Íslandi


hafi verið breytt í dragnótabát.

þarna er verið að tala um fyrrum Kóp GK, /BA  sem í dag heitir Valdimar H í Noregi,

honum var breytt í dragnótabát, og það má lesa frétt um það HÉRNA.

Hvernig hefur bátnum gengið.

jú Valdimar H hefur gengið bara nokkuð vel,

núna í haust þá var báturinn t.d með 182 tonn í 5 róðrum í september og mest 63 tonn í einni löndun,

í október þá var báturinn með 171 tonn í 4 róðrum og hefði þá endað í fimmta sætinu miðað við dragnótabátanna á íslandi,

núna í nóvember þá hefur báturinn landað  í eitt skipti , og það var vægast sagt ansi stór löndun

76,1 tonn í einni löndun og var þorskur af því 56 tonn og ýsa 18 tonn.

frá því að báturinn hóf veiðar í dragnót , þá hefur Valdimar H landað alls um 580 tonnum síðan í júlí á þessu ári.


Valdimar H mynd Guðni Ölversson