Dragnótaveiðar við Norðurland. yfir 700 tonn í október,2018
Dragnótaveiði núna í október hefur verið nokkuð góð um landið og vekur athygli að bátarnir sem hafa verið að róa á svæðinu frá Hólmavík og að Húsavík hafa verið að veiða mjög vel í október.
Þessir bátar sem eru þarna á veiðum á dragnótinni á þessu svæði dreifa sér ansi víða,
Grímsey ST, Onni HU, Hafrún HU og Harpa HU hafa verið á veiðum í Húnaflóanum og í Skagafirðinum
Þorleifur EA hefur líka komið í Skagafirðin og veitt þar.
Hafborg EA er búinn að vera þar líka sem og í utanverðum eyjafirðinum og Sæbjörg EA og Haförn ÞH í skjálfandaflóa,
Yfir 700 tonn
Samtals hafa þessir bátar landað núna í október 755 tonnum í 117 róðrum eða 6,4 tonn í róðri,
Allir þessir bátar eru ekki stórir og er Hafborg EA þeirra stærstur 283 tonn og er 26 metra langur,
Athygli vekur að minnsti báturinn sem, er Sæbjörg EA hefur fiskað 105 tonn núna í október og næst minnsti báturinn Haförn ÞH hefur líka náð yfir 100 tonnin og landað 126 tonn í 17. og mest 16,1 tonn,
Hafborg EA er hæstur með 183 tonn í 14 og Þorleifur EA kemur þar á eftir með 170 tonní 21.
Bátarnir sem hafa verið í Húnaflóanum þar er Onni HU aflahæstur með 83 tonn í 19 róðrum ,
Elsti dragnótabátur landsins
Og svo er líka eitt varðandi dragnótabátanna við Norðurlandið, því þar er að finna elsta bátin á Íslandi sem stundar dragnótaveiðar og er það Hafrún HU
Annað sem líka er kanski nokkuð merkilegt er að í þessum hópi báta sem stunda dragnótaveiðar við norðurlandið er að finna fjóra báta sem mætti kalla hefbundna vertíðarbáta því þeir eru allir undir 80 tonn að stærð , allir smíðaðir úr stáli og allir í kringum 22 metra langir,
þetta eru
Grímsey ST sem er elstur, smíðaður 1955 og er 20,9 metra langur og 61 tonn,
Hafrún HU sem er smíðaðir 1956 og er 21,8 metra langur og 53 tonn,
Harpa HU sem er smíðaður 1970 og er 23 metra langur og 65 tonn,
Onni HU sem er smíðaður 1973 og er 22 metra langur og 66 tonn
Harpa HU mynd Guðmundur Elíasson