Drangey SK kominn í 200 tonna klúbbinn, 2018

í marsmánuði þá var skrifuð frétt hérna á Aflafrettir þess efnis að 200 tonna klúppurinn væri orðin 7 skip.  


þarna var átt við að 7 togarar hefðu náð að koma með yfir 200 tonn í einni löndun eftir ísfisksveiðar,

Öll nýju skipin voru á þessum lista og meira segja Akurey AK og Björg EA.

Eitt skip vantaði þó á þennan lista og var það Drangey SK frá Sauðárkróki,

Núna í Apríl þá er áhöfnin á Drangey SK loksins komnir á blað og því gjaldgengir í þennan 200 tonna klúbb.

Því að löndun númer 2 núna í apríl hjá Drangey SK var vel yfir 200 tonnin,  eða 216,7 tonn og fékk togarinn þennan afla  í 6 daga túr eða 36 tonn á dag.

uppistaðan í þessum afla var þorskur eða 144 tonn.


Drangey SK mynd Jón Steinar Sæmundsson