Dreifingu lokið. Í ykkar hendur kæru lesendur,,2017

Jæja kæru lesendur.  


þið hafið fylgst með hérna á síðunni um bókina um Ásbjörn RE þar sem er að setja inn myndir af þeim búðum sem hún er komin í.  .  og margir ykkar hafa fengið svona kynningarpóst í gegnum Facebook og það hefur skilað sér í sölu á bókinni.

núna er allvega formlegri dreifingu á sögu Ásbjarnar RE lokið og er hún kominn í bókabúðir Eymundsson nokkuð víða um landið.

Ég skal alveg viðurkenna það að ég renni mjög blinnt í sjóinn með þetta.  selst þetta eða mun ég sitja uppi með lager af bókum óseldum?.

Ég reyni að vera jákvæður.  geri mér fulla grein fyrir því að það sem ég er að gera með þessu aflatölu grúski mínu , rekstur á aflafrettir.is og skrif um sögu togara, er í sjálfu sér hálfgerð geggjun.  
í staðinn fyrir að vera kanski á sjó eða í fullri vinnu í landi og fá  fín laun.  

það er nú svo kæru lesendur að áhuginn minn á þessu öllu er svo yfirgengilega mikill  að  það á sér enginn takmörk.

Í ykkar hendur
þannig að núna set ég þessi mál í ykkar hendur kæru lesendur Aflafretta.   ef að saga um Ásbjörn RE selst upp þá eru það skilaboð til mín að þetta er eitthað sem þið viljið og  því fer ég kanski ekki eins  áhyggjufullur af stað í næsta verkefni,

Næsta bók
ég hef ákveðið að næsta bók á eftir söguna um Ásbirni RE

verður saga togarans Mánaberg ÓF  áður Bjarni Benediktsson RE.

svo að lokum þá set ég fram hérna að sagan um Ásbjörn RE fæst
í eftirfarandi verslunum Eymundsson
Akranesi
Ísafirði
Akureyri
Húsavík
Vestmannaeyjum
Keflavík
Smáralind
Kringdlunni ( suður)
Austurstræti Reykjavík
og Hafnarfirði.

kveðjur og þakkir til allra sem keypt hafa bókina nú þegar og halda áfram að hrósa mér fyrir hana og síðuna,

Gísli R
og já set inn mynd með svo þetta sé ekki myndalaust