Drekkhlaðinn Fönix BA,2017
Hörkuveiði og það er ekki bara Kiddi á Betu VE sem er að mokveiða.
á Patreksfirði hefur Fönix BA verið að veiða ansi vel.
Fönix BA var tekinn í gegn í fyrra og var byggt yfir bakborðsíðuna og sett í bátinn ný aðalvél. þá var sett á bátinn þurrpúst.
líka var sett í bátinn beitningavél og uppstokkarar og er það komið úr bátnuim Dóra GK sknr 2622 sem strandaði við Hópsnes í Grindavík.
Þeir jafnar Einar og Einar á Fönix BA hafa heldur betur mokveitt núna í janúar og þegar þetta er skrifað þá hefur báturinn landað alls 125 tonnum í 14 róðrum eða 8,9 tonn í róðri,
Einar Helgason er skipstjóri á Fönix BA og með honum rær Einar Otti Gunnarsson. þeir félagar lentu heldur betur í mokveiði um daginn þegar þegar þeir lögðu 14400 króka eða 36 bala eða stokka og komu í land með 15,6 tonn. Af því þá var þorskur 15 tonn. þetta gerir um 433 kíló á bala.
merkilegt er að þessi afli var á báti með einungis tveimur mönnum um borð, eða um 8 tonn á mann
Voru þeir nokkuð djúpt úti og var stímið í land 5 tímar í mjög góðu veðri.
Hafþór Jónsson útgerðarmaður Fönix BA var á bryggjunni og myndaði bátinn koma smekkfullan í land. og fór allur aflinn í vinnslu hjá Odda ehf á Patreksfirði.
Hérna sést mjög vel breytingarnar og voru þær framkvæmdar á Patreksfirði. mjög vel heppnað
Myndi Hafþór Jónsson