Drottninginn með enn eitt fullfermið,2016
Það er búið að vera ansi góð veiði hjá línubátunum núna í Október og skipti þá ekki máli hvort við séum að tala um minni línubátanna eða þá stærri,
Drottinginn hefur verið að mokveiða núna í október. en Jóhanna Gísladóttir GK er oft kölluð drottninginn enda er hún stærsti línubáturinn á landinu ásamt Önnu EA. enn þessi tveir bátar eru með stærstu lestina og við erum að sjá túra hjá báðum þessum skipum vel yfir 400 tonnin,
núna þá hefur Jóhanna Gísladóttir GK landað 555 tonnum í aðeins 4 löndunum eða 139 tonn í löndun,
og báturinn landaði á Dalvík núna 31 október og var með allt fullt. 405 kör, enn það verður að koma í ljós hvort að sá afli lendir á október listanum eða þá nóvember listanum.
Ólafur Kolbeinn sem er á Jóhönnu Gísladóttir GK sendi mér myndir frá bátnum og eins og sést þá er varla hægt að koma grammi fyrir í viðbót
Allt fullt,
Myndir Ólafur kolbeinn Guðmundsson