Ebbi AK fyrstur á sjóinn árið 2017

Vetrarvertiðin árið 2017 er hafin!!.


hmm og hún hefst á verkfalli sem þýðir að einungis smábátar og stórir bátar þar sem eigendur eru um borð meiga róa.  og þar er Þorlákur ÍS sá eini.

enn hvaða bátur fór fyrstur á sjóinn á þessu herrans ári 2017.

það fór þrír bátar á sjóinn 1.janúar.

tveir þeirra voru frá Akranesi og einn frá Bíldudal.

Þessir bátar voru Flugaldan ST frá Akranesi.  Ebbi AK frá Akranesi og Fönix BA frá Bíldudal.

Ebbi AK var fyrstur íslenskra báta til þess að fara á sjóinn því hann fór út klukkan 0624 og kom í land 1438.  reyndar fór hann til Reykjavíkur enn kom svo þaðan til Akranes. 
Aflinn hjá Ebba AK þennan fyrsta dag ársins 2,3 tonn

Ebbi AK Mynd Magnús Þór Hafsteinsson



Flugaldan ST fór út klukkan 0715 og kom í land 1433 með 3,3 tonn sem er ansi góð byrjun á árinu, enn Flugaldan ST er minnsti báturinn sem fór á sjóinn 1janúar.

Flugaldan ST mynd Magnús Þór Hafsteinsson



Fönix BA inn og út inn og út
Fönix BA fór út og inn og út og inn.  fór fyrst út klukkan 0716, kom aftur 1033.  fór svo aftur út kl 1441 og kom í land 1951.  fór svo enn og aftur út kl 2132 og kom í land um nóttina 2.janúar klukkan 0207.
Fönix BA byrjar árið  með látum. því að aflinn er kominn í 18 tonn í 2 róðrum og þar af 10,4 tonn sem voru lönduð 2.janúar.

þetta þýðir að Fönix BA er þegar þetta er skrifað.  
Aflahæsti báturinn á vertíðinni 2017... 


Fönix BA mynd Páll Janus Traustason