Ebbi AK og Fönix BA, báðir réru 1.1.2019. niðurstaðan!
Það var greint frá því hérna á Aflafrettir.is á nýársnóttina að fyrsti báturinn sem fór á sjóinn var Ebbi AK sem fór frá Akranesi,
rétt á eftir honum þá fór annar bátur á sjóinn og var það Fönix BA sem fór frá Bildudal
enn hvernig gekk þeim,
jú byrjun á að bera þá aðeins saman,
Fönix BA var við veiðar inní Arnarfirðinum og fór því ekki langt út, stím rétt um 45 mín til 1 klst.
Ebbi AK fór nokkuð langt útí Faxaflóann og var stímið hjá honum um 2 klukkutímar
Fönix BA fór með 36 bala út enn Ebbi AK fór aðeins með 24 bala,
aflinn hjá bátunum var
Fönix BA með 4,7 tonn á 36 bala sem gera 131 kíló á bala,
Ebbi AK var með 4,5 tonn á 24 bala sem gera 188 tonn. ( 36 balar hefðu gefið 6,7 tonn)
þannig að Ebbi AK hefur vinninginn með meiri afla á bala, þótt að Fönix BA hafi verið með meiri afla
Hvað með Aflaverðmætið,
Jú hjá Ebba AK þá var aflaverðmætið um 1,6 milljónir króna eða um 352 krónur í meðalverð,
hjá Fönix BA þá var aflaverðmætið um 1,8 milljónir króna eða um 370 krónur í meðalverð,
Semsé að Fönix BA hefur vinningin í aflaverðmæti.
og ef horft er á báða þessa báta og séð hvor skilaði meiru þá er líklegast Fönix BA ofar því að þar var t.d styttra stím hjá þeim enn á móti kemur að þeir voru með fleiri bala og það er kostnaður í því að hafa fleiri bala, bæði varðandi beintningafólk og líka beitu á balanna,,
Fönix BA með fullfermi sem var reyndar ekki 1.1.2019. mynd Hafþór Jónsson
Ebbi AK mynd Gísli Reynisson